Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 13
SKINFAXI V/ 45 gert rangt til. Þá er styrjöld, barátta, ranglæti, sársauki og ógæfa. Betra að fara aldrei af stað, en til þess hefði þurft meira sjálfsvald, meiri mýkt og gætni. Þessvegna getur alt það, sem eflir tilfinn- ingarsemina og fegurðarsmekkinn verið siðgæðismeðal. Á kveldin, þegar fólkið i nýju skólunum hefur lokið dagsverkinu, safnast allir saman í meginsal skólans. Hann er rúmgóður, bjartur, hlýr, skreytt- ur blómum og eftirmyndum, frægustu lista- verka frá öllum öldum og löndum. Þar blandast allir saman, eldri og yngi, heima- menn og gestir. Þessi hvíldarstund er helguð listinni. Þar eru sýndir smásjón- leikir, sungið, leikið á slaghörpu, lesin upp fögur kvæði, sagðar sögur, haldnar ræður, lalað um listaverk og þau borin saman. Fegurð listarinnar í öllum hennar mynd- um, umkringir og fyllir með blíðum fagn- aði; andi hennar leitar inn í hugskotin. mýkir og sefar hörkuna og eigingirnina, nálægir mennina hvern öðrum, kennir þeim að finna til, starfa eins og vinir eða góðir bræður. Þannig er lífið í nýju skólunum. Árin líða og æskumaðurinn vex, eins og tein- ungur í skjóli hárra trjáa, uns hann teygir sig úr skjólinu út í starf og storma lífs- ins. En þar er hann vel viðbúinn; hvar sein bylgjurnar bera bátinn að landi, kann hann tök á að lifa, að geyma lífsins vel, að vinna með hugsun og höndum, að breyta réttilega við aðra menn og njóta réttilega þeirra miklu gæða og fegurðar, sem til er í heiminum. J. J. Jóhannes Jósefsson. Á Norðlendingamóttinu 23. febr, var Jóhannesar Jósefssonar, glímuliappa minst á þessa leið: — Hér hefir sérstaklega verið minst tveggja nafngreindra Norðlendinga, sem sóma þess landsfjórðungs, og mun það þá einkum vera fyrir framkomu þeirra út á við. Það eru þeir Hannes Hafstein og Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari. Eg vil því leyfa mér að minna á hinn þriðja Norðlending, sem ég álít að hafi — engu síður en þessir menn — orðið, ekki einungis landsfjórðungi sínum, heldur og landinu og þjóðinni í heild sinni til sóma og vakið á oss athygli annara þjóða, Eg á þar við Jóhannes Jósefsson. Hann er fæddur i hjarta Norðurlands, Akureyri. Og ég þekki engan mann, er sé sannari íslendingur en hann. Engan, er eins brenni af löngum til að láta land sitt og þjóð njóta góðs af, um leið og hann aflar sjálfum sér orðtís. Engan er láti sér jafn ant um, að láta hvarvetna getið þjóð- ar sinnar og þjóðernis. Má þar til nefna þá reglu, er hann hefir tekið við sýningar iþrótta sinna, að hvert skifti áður en sýn- ing byrjar, gengur hann fram á leiksviðið heldur stutta ræðu (3—5 mínútur) og skýr- ir frá högum og hátlum fósturjarðar sinn- ar. Og hver áhrif þetta muni hafa, til að kynna land vort og þjóð, má nokkuð marka á því, að við sýningar hans eru 25—30 þúsundir manna á viku. Ég hygg því að okkur sé öllum ljúft a5 standa upp og hrópa íslenskt húrra fyrir þessum Norðlendingi. Jóhunnes Jósefsson glímukappi lifi! Á. Jóh. Skattakvittun. Þessi félög hafa greitt sambandsskatt fyrir árið 1914; U. M. F. Afturelding — „— Akranes —„— Ármann —„— Baldur —„— Björn Hítdælakappi Bláfjall

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.