Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 8
36 SKINFAXI Gísli Guðmundsson, gerlafræðingni'. Japanar eru sú þjóð sem mestum fram- förum hefir tekið á síðustu hálfri öld. Fyr- ir þann tíma voru þeir hinir mestu kyr- stöðumenn, en er vestrænar þjóðir hófu viðskifti í Austur-Asíu fundu Japanar brátt vanmátt sinn, að sökum þekkingarleysis var hlutur þeirra hvarvetna fyrir borð borinn ísam- kepninni. Þá fór eins og eldinggegn- um Japana sú hugs- un, að þeir yrðu að undirlægju alls heimsinsi ef þeir ekki lærðu af keppi- nautunum. Allir voru samtaka, þjóð og stjórn. Fjöl- margir ungir, á- hugasamir menn voru sendir til Vesturlanda; þeir skyldu nemahverja grein af þeim sem hestkunni;en nám þeirra og dvöl var kostað af almanna- fé. Svo gekk í einn mannsaldur, að námsmenn Japana ílæddu yfir stórborg- ir Evrópu og Vesturheims, og lærðu alt sem þeir hugðu að þjóð þeirra mætti að gagni koma. Að loknu námi var snúið heim og unnið að því að innleiða menn- ingu og háttu Vestmanna, og með þeim hætti efldu þeir svo og styrktu þjóðina að nú eru Japanar taldir meðal færustu manna í heiminum. Við Islendingar höfum eins og Japans- nienn fyrrum ósjaldan orðið að líða tjón og smán fyrir þekkingarleysi. Og hér hefir líka verið viðleitni meðal yngri manna að nema erlendis til að reisa við landið. En þessar tilraunir hafa ætíð verið sundr- aðar, engin sameinandi andi til að leiða þær að settu marki, engin framsýn stjórn á hnotskóg eftir efnismönnum, sem gagn væri að efla. Þessvegna er og verður á- rangurinn hér svo seintekinn. Undantekning frá þessari reglu er Gísli Guðmundsson; hann virðist þrátt fyrir alt stuðningsleysi ætla að ná i fremstu röð að settu marki. Gísli er nú 28 ára, fæddur upp í Kjós, átti efnalitla for- eldra, sem fluttu með hann hálfstálp- aðan til Rvikur 1897. Vann hann þá um 6 ára skeið að gosdrykkjagerð hjá Norðmanni,ein- um hér í bænum. Tæplega tvítugur sigldi hann til Sví- þjóðar til að full- nema gosdrykkja- gerðina, og stofnar síðan, er hann kom heim, verksmiðj- una „Sanitas“ með nokkrum mönnum á Seltjarnarnesi, og stýrði henni í tvö ár. Þá bregður Gísli sér affur utan og kynnir sér ölgerð. Við það starf vaknar áhugi hans á gerla- og sóttkveikjurannsóknum. Hverfur þó heim í það sinn, en fer brátt aftur (1912) til Þýskalands og lærir þar gerlarannsóknir. Kom þá í ljós að honum var mætavel sýnt um þá hluti, og bauðst honum starf erlendis. Eigi þáði Gísli það, en setur á stofn gerlarannsóknarstöð í Rvík. Hafði Gísli brátt miklar annir við að rannsaka sóttkveikjur þær, er læknar sendu honum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.