Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 3
SKINFAXI 31 aðurinn og stríðin séu í þeirra þágu. Má þar til nefna Krupp, fallbyssusmiðinn ! mikla. Um hann hefur sannast að hann heldur blöð bæði í Frakklandi og Þýska- landi til að ala á hatri milli þeina þjóða og hvetja báðar til vígbúnaðar. Vopna- og hergagnasmiðir blása eldi að ófriðar- kolunum hvar sem er, því að vatn er á þeirra myllu, þegar barist er. Um Búa- stríðiö er heimskunnugt, að Englar húðu það (sér til skaða og skanmiar) til að greiða götu enskra miljónera í Suður-Afríku. Rússa skortir bómull handa verksmiðjum sínum, og hafa þeir komið á mikilli yrkju við Kaspihafið. En það nægir ekki. Þess vegna úgirnast þeir, og eru að taka Persa- land, því að það er vel fallið til bómull- arræktar. Ut af Marokko hefir hvað eft- ir annað legið við Erópustríði vegna kepni Frakka og Þjóðverja um landið. En auð- menn beggja þjóða sækjast þar eftir mark- aði og námum. Til brúðabyrgðar hafa þó auðkýfingar, þýskir og franskir samið frið og skift með sér herfanginu, en alt af logar undir í glóðunum. Kína er eft- irsóknarvert bæði sem námu og markaðs- land. Þess vegna lögðu Rússar Síberíu- járnbraulina miklu, til að ná þar yfirtök- um. En féð urðu þeir að fá að láni hjá Frökkum og gjalda fyrir samband móti Þjóðverjum. En Þjóðverjum þótti öllu gott, að Rússar stefndu i austur og væru þá síður keppinautar í löndum Tyrkja, en þar eru Þjóðverjar nú alvaldir, og leggja stund á að halda því sæti. Hafa þeir beitt sér fyrir að leggja Bagdaðbraut- ina, úr Litlu-Asíu og austur að Persaflóa, um Mesapótamíu. Þegar hún er komin á, mun dalurinn kringum Babýlon rísa upp í fornum blóma, og er talið, að þar geti lifað 40—50 miljónir manna. Þar er gott bómullarland og vænlegt um mark- að. Stjórnir landanna eru alstaðar hlynt- ir þeim, sem féð hafa, og má því segja, að utanríkismálin snúist eingöngu um gróðakepni. Og fjandskapurinn milli stór- veldanna er ekki milli þjóðanna sjálfra, heldur einstakra manna, sem halda við æsingablöðum og ala á og margfalda hvert deilumál — til að vinna ný lönd og opna markaði. Auðvaldið Varla verður sagt að þetta stðrliœttulegt yfirlit styrki þá kenningu, að þjóöunum. auðvald sé nauðsynlegt til þjóðþrifa, því að bæði í sögu okkar, og viðskiftum þjóða ná á dögum, er það or- sök mestu rangiudanna og ósiðlætisins: herbúnaðar, styrjalda og ágangs á veikar þjóðir. Stórauður er þvert á móti hættu- legur, eða gerir mennina hættulega. Hann veitir óheyrilega mikið, nær ábyrgðarlaust vald. Hann venur menn ú að fórna öllu á altari Mammons. Vegna spiltra auð- manna mistu íslendiugar, Búar o. fl. þjóð- ir sjálfstæðið. Vegna þeirra stynur heim- urinn undir oki hins vopnaða friðar, og vegna þeirra má á hverri stundu búast við að morðvélarnar leggi hálfan heiminn í eyði. Um skifting Sunn- lendingaf jórðungs. Nú á síðustu tímum hefir verið vakin allmikil alda, hér í Borðarfirði, í þá átt að skifta Sunnlendingafjórðung. Saga þessa máls er i sluttu máli þessi: Fyrri hluta vetrarins 1911 —12, varfar- ið að leggja drög til þess, að stofna sam- band eða bandalag milli ungmennafélag- anna i Borgarfirði, með þeim einum til- gangi, að koma á íþróttamóti að sumrinu fyrir félögin, og halda umræðufundi að vetrinum, i þeim tilgangi að glæða áhuga félaganna og auka samúð þeirra innbyrðis. — Það varð að ráði, að samband þetta var stofnað, en þegar á stofnfundi komu fram raddir, frá framsóknargjörnum ung- mennafélögum, hvort ekki rnætti ná undir þetta samband einhverju af því valdi og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.