Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 14
46 SKINFAXI. U. M. F. Brúin —„— Biskupstungna — „— Dagrenning (1912 og ’14) —„— Egill Skallagrímsson — „— Garðarshólmi — „— Gnúpverja — „— Hvöt — „ — Iðunn — „— Islendingur —„— Laugdæla — „— Reykdæla —Samhygð — „— Skeiðahrepps — „— Skarphéðinn —„— Stokkseyrar. ie/3 ’14 Fjórðungsgjaldkerinn. Heima og erlendis. ViðfaDgsefnin. Sumir ungmennafél. telja að félögin og blað þeirra eigi að halda sér við umhugs- unarefni unglinga, þ. e. við létt og lipur mál, tala um fegurð, frið og frelsi, um drauma -og hugsjónir, um ættjarðarást, blómskrýdd- ar grundir og skógivaxnar hlíðar. Þeim mislíkar því eðlilega að Skinfaxi er venju- lega alvarlegur, víkur að deilumálum nú- tímans, að mörgu sem er erfitt og ilt við- fangs, og létlara að loka augum fyrir, heldur en hreifa við. En þetta er gert af því, að starfsmenn blaðsins álíta að ungu kynslóðina í landinu vanti ekki barnciblað. Þeim finst að á herðum hennar muni skjótl hvila þungar byrgðar, og að lítt sé hugsað um undirbúninginn frá ríkisvaldsins hálfu. Innan skamms mun alt fullorðið og heilbrigt fólk í Iandinu hafa stjórnartaumana í hönd- um sér. En ekkert er gert til að búa menn undir að vera borgarar. Næstum öll verk þarf að læra, nema þad að stjórna landinu. í því fá kjósendur engan óhlutdrægan undirbúning, og hlýst af því ósegjanlegt tjón. Nýtt atvinnu- og verslunarhorf kemur i landinu: viðskifti útlendinga, starfsemi bankanna, stórfyrirtæki verða gerð (höfn, járnbraut), hópar glæframanna verða til; þeir lifa á því að veiða og misnota þá, sem ekki skilja hið margbrotna viðskifta- líf nútímans. Getur þá verið nokkur veru- leg synd þó vikið sé að, og vakin athygli á þessum vandamálum? Eða er rangt að veita óhlutdrægan stuðning eins og gert er með Þjóðfélagsfræði þeirri er sambands- stjóri lætur fylgja Skinfaxa þetta ár? Varla. Ef ungmennafél. er samboðið að styðja að líkamlegu uppeldi í landinu, að því að unga fólkið verði kjarkmikið og vel starf- fært, þá hlýtur að vera leyfilegt að reyna aðvarna því að filistear sópi greipum um alt sem þetta starfsama fólk hefir dregið saman á mörgum árum. Þessvegna er nauðsynlegt, einmitt hér að hreifa við al- varlegu málunum, ekki til að sannfæra alla, heldur til að vekja sem flesta til um- hugsunar í þessum efnum. Sjóðþurðin í dánarbúi sýslumannsins á Akureyri er beinlínis þjóðaróhamingja. Ekki það að landið fari efnalega á höfuðið fyrir 20,000 kr. tjón, þó það muni talsvert. Miklu meira tjón er að siðferðislegum afleiðingum slikra yfirsjóna. Þetta er því miður ekki i fyrsta sinn nú á seinni árum sem trúnaðarmenn landsins hafa gerst sekir um ranga með- ferð á annara fé. „Fer orð og flýgur“, og sögur um slíkar misfellur bæta sist lánstraust landsins erlendis. Enn tilfinnan- legri verð þó áhrifin á þjóðina í heild sinni. Ef þeir menn sumir sem settir eru til að vera verðir réttlætis og öryggis, brjóta tilfinnanlega það lögmál, sem þeir eiga að gæta, þá er von að breyskum undirmönn- um reynist þröngi vegurinn vandfarinn. Þessvegna eru misfellur frægra og hátt- standandi manna bættulegastar að fleiri vita um þær, og þær verða ósjálfrátt íleir- um að fordæmi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.