Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 2
66 SKINFAXI máttugastar. En rjett er þó að geta þess að á rafmagnsöldinni hlýtur ísland að standa vel að vígi i samkepninni. I Rúss- landi, Þýskalandi, Frakklandi og Egglandi eru árnar flestar lignar, og því hæfar til siglinga, en ekki aflgjafar. I Suður-Evrópu eru litlar úrkomur, vatnsmagn fremur lítið og misjafnt eítir árstíðum. í raun og veru eru ékki nema þrjú lönd i Evrópu, sem eru verulega fossa-auðug. Það er Sviss, Noregur og Island. Og af þessum þrem- ur er Island einna best sett. Nú má hér um bil sjá fyrir hversu fram- þróun rafnotkunarinnar verður háttað hér á landi. Fyrst voru raílýst fáein kauptún og sveitabæir. Þar næst fóru menn á ein- stöku stað að elda mat við rafhita, og láta rafmagn hrevfa vélar í vinnustofum og á heimilum, Á næstu áratugum verða raf- magnsofnar algengir bæði í kaupstöðum og á sveitabæjum. Þetta eru þær raf- magnsframfarir, sem núlifandi íslendingar munu vissulega fá að sjá. En það er að- elns byrjunin. Af því getur að vísu leitt mikið gott, einkum ef létt verður að hita híbýli manna, því að nú er húskuldinn þjóðinni til niðurdreps. En stóriðnaðurinn kemur síðar. Það kostar margar miljónir að beisla einn stórfoss, en þá mun arður- inn líka verða mikill. Þá munu bæir rísa upp við aflstöðvarnar, rafmagnsbæir í stað kolaborga 19. aldarinnar. Enginn getur sagt til hvers þessi mikla orka verður not- uð. Besta hugmynd má fá með því að athuga til hvers gufan er nú höfð. Hún gerir ótal verk. Alt hið sama getur raf- magnið gert, og meira til því að það er máttugra og fjölbreytilegra í eðli sínu. Ef til vill er ekkert hörmu- Hér vantar and- legra, en að sjá hve góð 'náttúrugæði! lífsskilyrði Iandið hefir, en vita jafnframt um fjölda manna, sem líða neyð, og aðra sem hrekj- ast burtu nauðugir, til fjarlægra landa. Það stoðar ekki að áfella menn fyrir leti eða ræktarleysi. Það væri bæði rangt og gagnslaust. Viðreisn landsins er fólgin í eflingu andans. Þjóðin hnípir nú hálf- soltin og köld í Iélegum húsakynnum, alt vegna fátæktar að sagt er. En raunar er það vegna ófullkominnar menningar því að alt um kring eru gnægtir auðs og hita, sem bíða þess að þjóðin kunni að neyta þeirra. Hér geta Iifað miljónir manna, og lifað vel. Landið þarf ekki að breytast, heldur mennirnir. Þeim þarf að fara fram í réttri þekkingu og manndygð. Vill unga fólkið vinna til sigurlaunanna? Eða eiga þau að bíða ófæddra kynslóða? Ú ti-f þróitir. ii. Meðferð á uielðslum. Oft getur það komið sér vel fyrir íþróttamenn að kunna dálítið að fara með meiðsli, og er hér sagt frá nokkrum lækningum á algengustu meiðsl- um íþróttamanna. Eru þær þannig, að- flestir munu geta framkvæmt þær sjálfir, eða fengið hjálp til þess hjá vinum sín- um: Þegar sin tognar, eða vöðvi, er best að hvíla sig nokkra daga, eða hafa léttar æf- ingar, sern ekki reyna á meiðslið, viðhafa heitt og kalt vatn, eða bakstra, og nudd. Ekki er gott að liggja í rúminu, vegna þess, að það dregur úr mætti líkamans. Heita vatnið er notað svo fljótt sem mögu- legt er, eins heitt og unt er, og viðhaft að minsta kosti 15—30 mínútur í hvert skifti, eftir því hvað meiðslið er mikið. Kalt vatn á aldrei nota fyr en meiðslið er orð- ið að minsta kost eins dags gamalt, og er það notað alveg á sama hátt og það heita. Hvortveggja er notað 3—4 sinnum á hverj- um degi. Aðal-reglan við nuddið er súr að nudda altaf að hjartanu. Þegar nudda á fót, er best að byrja á lærinu, og nudda frá hnénu upp á mjöðm, síðan frá ökla

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.