Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 14
78 8KINFAXI. Vilja nú ritstjórar blaðanna ekki sýna þá röggsemi að útrýma þeim auglýsingum, sem sýnilega eiga ekkert erindi annað en að féfletta fáfróða og hrekklausa menn? Tekjur blaðanna af þessum auglýsingum eru naumast svo miklar, að um þær muni. — Ritstjórarnir munu raunar ætlast til að svona lagaðar auglýsingar fari erindisleysu til almennings. En mig grunar að póst- bækurnar votti annað, ef þær verða spurð- ar um þetta efni. 6. V. Nýgræðingar. Er Frón á hvers manns æskuást og æfitrygð, þess munu fögur merki sjást í margri bygð; og blásnar urðir breytast þá í blómagrund og beru rjóðrin bæjum hjá í bjarkalund. * * * Hver lundur, sem græddur er, glæðir þá von að getum vér landið vort klætt með skrúðgrænum, ilmandi skógi og skemdarverk aldanna bætt. Og heill sé þeim öllum, sem hönd leggja til að hefja svo land vort og þjóð, að framtíðin öll verði indælt og ástúðlegt fagnaðarljóð. N. V. Tóbaksbindindi. B. T. f. hefir nú haldið annan aðalfund sinn í Rvík 15. júní s. I. Fuiltrúar voru mættir frá sex félögum. Sum félög og flokkar sem í fyrstu gengu i Bandalagið, hafa litið aðhafst enn; þarf þar betur að vinna ef duga skal. Gleðilegasta viðbótin í hópinn er félag barnaskóladrengja i Rvík, sem Steindór Björnsson leikfimiskennari hefir stofnað. I því eru yfir 60 félagar. Banda- lagið gefur út ársskýrslu þetta ár, og mun reyna að halda þeirri venju framvegis. Þá skýrslu fá allir sem eru félagar í Banda- laginu. Sú skýrsla ætti með tímanum að verða gott vopn i baráttunni við tóbakið. Tóbakið og; skólarnir. Það er leiðinlegt, en þó satt, að sumir skólar hér á landi kenna tóbaksnautn. Lærisveinarnir nema ósiðinn hver af öðr- um og kennararnir reyna ekki eða hafa ekki mannrænu til að stemma á að ósi. Þetta ástand er alveg óviðunandi. Það verður að gera þá skilyrðislausu kröfu til skólanna, að þeir geri meira en að kenna bækur. Þeir verða a. m. k. að vinna á móti gömlum óþrifavenjum, ekki síst þeim sem eru í viðbót dýrar og óhollar. Úr hagskýrslunum. Innflutt tóbak að meðaltali: Á ári 100 kg.: Neysla á. mann: 1881—85 838 1,2 1886-90 815 1,1 1891—95 880 1,2 1896—1900 962 1,3 1901-05 995 1,3 1906—10 914 1,1 1911 932 1,1 1912 780 0,9 Þessi tafla er tekin úr grein eftir Jón Dúason, sem kemur í ársskýrslu B. T. í. Gleðilegt að sjá að tóbaksnautnin er þó heldur í rénun. Utanáskrift til stjórnar Sunnlendinga- fjórðungs er þannig: Til fjórðungsstjórnar Sunnlendingafj. U. M. F. í. Laugaveg 70. Reykjavik.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.