Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 3
SKINFAXI. 67 upp á kné o. s. frv. Eins er byrjað á öxl- inni og upphandleggnum, þegar handlegg- ur er nuddaður. Nuddað skal vandlega alt í kringum meiðslið, og meiðslið sjálft þar næst nuddað; fyrst mjög varlega. Milli þess að nuddað er og vatnið notað, skal hafa meiðslið vel reifað. — Þegar nuddað er á þennan hátt, er altaf nuddað úr ein- hverri feiti; en eigi má hún vera súr, þrá -eða söltuð. Stökkmönnum, hástökks- langstökks- og ainkum þó þrístökksmönnum, er mjög hætt við að merja á sér hælana. Það kemur af þvi, að þegar stokkið er af hörðu, fær hællinn oft mjög slæm högg við uppstökk- ið, og kemur jafnvel fyrir að hælbeinið skemmist. Þetta meiðsli er oft mjög þrá- Játt; það er einnig mjög sárt. Heitt og .kall vatn er notað við þessu meiðsli á sama hátt og við tognun. Best er að ganga sem minst á hælnum, meðan þetta er að batna. Mikið má minka hættuna við þessu meiðsli, með því að hafa svamp eða ullarlagð í hælnum á skónum. Sé meiðsli, sem vel hefir verið hirt um, ekki batnað innan hálfsmánaðar, er réttast að fara með það til læknis. Það er mjög algengt, að íþróttamenn brestur þolinmæli til að bíða eftir fullum bata; byrja of snemma æfingar. I flestum tilfellum tekur meiðslið sig þá upp aftur og batnar ekki fullkomlega fyr en hætt er æfingum það árið. Það er því mjög áríð- andi, að gefa meiðslum nægan tíma til að batna, áður en byrjað er á æfingum aftur. Ef meiðsli er mjög alvarlegt, er sjálf- sagt að sýna lækni það strax. Klæðnaður við æfingar: Höfuð-regl- an er sú, að klæða sig eftir veðrinu, en ekki eftir árstíðinni. Þegar heitt er í veðri er óhætt að vera mjög lítið klæddur; jafn- vel að mestu ber. Aftur þegar kalt er, verður maður að vera svo vel klæddur, að maður finni ekki til neinna óþæginda af kuldanum; að minsta kosti má manni alls ekki verða kalt. — Búningur, þegar heitl er, er venjulega: stuttar léreftsbræk- ur, ekki síðari en niður á kné, bómullar- bolur með stuttum ermum eða ermalaus og helst gaddaskór. Innanundir skónum eru hafðir „vaskaskinns“-Ieistar, eða fæt- urnir hafðir berir í þeim. Þegar kalt er, eru nærbuxur hafðar innan undir hin- um buxunum, og ullarpeysa utan yfirboln- unv, einnig er þá gott að hafa pappirsblað á baki og brjósti; það ver svo vel móti næðingnum. Gaddaskór fyrir hlaupara eru hælalausir og með sex göddum í sólanum; fyrir stökkvara og kastara eiga þeir að vera með hæl, og sjöunda gaddinum í hon- um. Þessir gaddar eru til þess að maður renni siður eða hrasi — sem oft getur kom- ið fyrir, einkanlega við víðavangshlaup, og eins við stökk og köst, séu venjulegir skór notaðir. Siðan fyrri partur greinar þessarar birt- ist, hefi eg heyrt á sumum, að þeim finst einkennilegt, að kjöt er þar talið með holl- ari matartegundum. Skal eg gefa mönnum þær upplýsingar, að eg hefi það úr amerískum íþróttabók- um. En eins og flestir íþróttamenn vita, eru Ameríkumenn komnir lengst af öllum þjóðum nútímans í íþróttum. Sömuleiðis mælir E. Hjertberg, besti íþróttakennari Svia, með kjötinu í bók sinni „Lárobok i almán idrotl“, — þó auðvitað í hófi og með öðrum mat. — Margir góðir íþróttakennar virðast þó vera á alt annari skoðun, hvað kjötið snertir, og halda því fram, að menn ættu helst aldrei að neyta þess; þar á meðal er Múller, hinn ágæti danski íþróttamaður, sem kunnur mun íslenskum íþróttamönnum af bók sinni „Mín aðferð“. Eigi get eg fyrir mitt leyti lagt neinn dóm á hvort réttara er, en verð þó að segja það, að eðlilegra finst mér, að mat- urinn samanstandi bæði af fæðu úr dýra- og jurtaríkinu. Og ólíklegt þykir mér það, að þegar guð

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.