Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 7
SKINFAXI 71 Góð meðniæli. Matthías Þórðarson heitir maður. Hann er starfsmaður Fiskifélagsins og býr í Liv- erpool á Englandi. Hann hefir skrifað greinar i Vísi og Ingólf, og vítt þá ráð- stðfun Eimskipafélagsstjórnarinnar að ætla eimskipunum islensku að sigla til Khafnar og Leith aðallega. Þótti honum öllu nær að taka upp ferðir til vesturstrandar Eng- lands, til Liverpool og Glasgow. Enginn vafi er á, að hr. M. Þ. hefir þar á réttu að standa, að svo á þetta að verða, og það fljótt; en vafasamt er, hvort rétt var að höggva á dönsku böndin undir eins á fyrsta ári. Nú fór svo að stríðið breytti þessu, svo að sjáltgefið þótti að breyta ferðunum og sigla m. a. til Ameríku. Aðra kenningu flytur sami höf. sem rétt er að halda á lofti. Hann harmar mjög, að Thor Jensen kaupmaður í Rvík skyldi ekki kosinn í stjórn Eimskipafélagsins, og kennir Vest- ur-íslendingum, að þeir hafi verið nokkuð ofstækisfullir í garð þessa mæta manns, talið það mannlýti að „Miljónafélagið“ hafi farið á hausinn undir hans stjórn eða litlu eftir að hann fór úr stjórninni. Þetta er mjög merkilegt mál, og þess vert að um sé hugsað: Á að láta óhapp, svo sem fé- lagshrun, [bitna á stjórnendum félagsins eða á að draga strik yfir reikninginn um leið og slysið er afstaðið? Hr. M. Þ. hefir svarað fyrir sitt leyti. Og ef hluthafar í Eimskipafélaginu eru honum samdóma, þá ættu þeir að geta bætt úr yfirsjón sinni við næstu kosningar. Hjúkrunarkouur. Ingibjörg Ólafsson, sem fyr stýrði kristi- legu félagi ungra kvenna í Rvík, en býr nú í Danmörku, ritaði nýverið um hjúkr- unarmálið í Nýtt Kirkjublað. Hún bendir á, að í okkar strjálbygða landi, sé mikil þörf, að í hverri sveit væru vel mentaðar hjúkrunarkonur, sem gætu stundað sjúka á heimilunum. Þegar einhver væri veikur, mundi hjúkrunarkonan vera sótt eins og læknirinn. Hún mundi sjá um, að fyrir- mælum læknisins væri fylgt, og hjúkra svo vel sem unt væri. Enginn vafi er á að þetta er nauðsyn- legt. Allir kannast við hvilíkir örðugleik- ar eru við sjúkrahjúkrun i sveitunum. þar er oft við svo margt að striða: Slæm húsakynni, fábreytt fæði, kulda og fjarlægð til læknis, að síst væri vanþörf á, að i hverju bygðarlagi væri ein hjúkrunarkona, sem með kunnáttu sinni gæti bætt úr sumu hinu, sem áfátt er. Þetta er framtíðarmál. Fyrirlestraferð um Skaftafellss. (Eftir Gr. Hjaltason). Eg fór yfir V,- og A.- Skaftafellssýslu i mars, apríl og mai og hélt 80 fyrirlestra í 15 U. M. F. Viðtökur og athygli alveg framúrskarandi og veðrátta góð og vötn Iítil; ferðin mesta skemti- og fróðleiksferð, þeysti altaf á úrvalsgæðingum og sá nátt- úrutign og fegurð slíka, sem eg aldrei hefi séð. Kyntist mörgum afbragðsmönnum, ungum og gömlum. Sá margt merkilegt, sem eg hefi aldrei fyr séð. Sandarnir, vötnin, jöklarnir, hraunin og gabbrófjöllin og svo menning og mannúð i besta lagi; alt þetta verður mér ógleym- anlegt. U. M. F'. völdu úr efnum minum eins og vant er: „Trygð við ættjörð og hug- sjónir“ „uppeldis“ og „ungmennafélaga- mál“ o. fl. Þetta voru nú oftast umtals- efnin. En stundum ýms söguleg og nátt- úrufræðisleg efni, og svo hugleiðingar um heimsstríðið, þjóðarstöðu vora, framþróun mannkynsins o. II. Fyrir búnaðarfólagið hélt eg 11 fyrir- lestra, og 8 fyrir alþýðufræðsluna. En hvað liggur nú eftir þessi U. M. F. í Skaftafellssýslu ? Svipað og eftir önnur ísl. U. M. E. Þau vekja, göfga og gleðja æskulýðinn. Og þótt þau gerðu ekkert

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.