Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1915, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.06.1915, Qupperneq 6
70 SKINFAXI greind. Sennilega eru aldrei fleiri en tíu nienn uppi samtímis hér á landi, sem yrkja sér til sóma. Ungu skáldin verða að spyrja: Er eg einn af þeim fáu út- völdu eða er eg aðeins kallaður? Alt er undir því komið, að skilja dóminn rétt og hlíta honum. Byrjendur í skáldskap ættu að fara varlega í að birta æskukvæði sín. Hitt er nægur prófsteinn að láta samvist- armenn sina sjá og heyra kvæðin. Ef þau brenna sig i hugskot þeirra og Hjúga landshornanna á milli á vörum þjóðarinn- ar, eins og sumar æskuvísur Hjálmars, Páls Ólafssonar og Kristjáns, þá getur unga skáldið hættulaust farið að iðka og æfa skáldmátt sinn. En ef þjóðin berg- málar ekki ljóðin, þá er það dauðadómur yfir skáldinu. En maðurinn lifir fyrir því. Ag-i. Það eru að verða einhver straumhvörf í þjóðlífi okkar. Þjóðin er farin að hræð- ast sjálfa sig, eins og drykkjumaður, sem horfir í skuggsjá á afmyndaða ásýnd sína. Menn óttast agaleysið, sem verið hefir erfðalöstur Islendinga i þúsund ár og vald- ið mestu tjóni: Deilunum og mannlátinu á söguöldinni, hörmungum Sturlungaald- arinnar, frelsismissinum og gengisleysinu í viðreisnarbaráttu síðari tíma. Ekki er á- standið heldur sérlega glæsilegt nú. Stjórn- arski])un sú, er við höfum, er bygð á því, að fólkið í landinu hafi tamið sér aga og löghlýðni, m. a. að menn kunni að vera í minnihluta. Þetta kunna Islendingar ekki, þess vegna er sífelt riðl og hringlandi í flokkunum. Þessvegna eru bannlögin brot- in. Jafnvel sumir af þingmönnum segjast ekki fá samviskubit af að lauma inn brenni- víni. Hvernig líst mönnum á, ef hver einstaklingur á að skera úr, fyrir sig, hvað séu réttmæt lög? Hvað verður þá mikið eftir af skipulagi og vernd þjóðfélagsins ? Sjónleikir. I síðasta blaði var spurt hvernig ætti að útbreiða skilning á góðum leikritum hér á landi. En U. M. F. eru búin að svara þessu, víðsvegar um land, þótt lítinn ávöxt beri enn: „Með því að leika þau í hverri bygð og þorpi,“ Þetta er snjallræði. Við að sjá persónurnar verða þær lifandi í hug áhorfenda, jafnvel þótt viðvaningslega sé farið að. Og á eftir lesa menn leikinn og hafa hans not. Við sveitaleiki þarf og á alt að vera einfalt. Engir dýrir búning- ar, leiktjöld o. s. frv. Á dögum Shake- speares var allur útbúnaður í leikhúsum mjög einfaldur. Ætti að sýna fjarlægar borgir t. d. Feneyjar var borgarnafnið skráð stórum stöfum á spjald á veggnum. Frakkar 1 Marokkó. Eins og allir vita var Marokkó sjálfstætt ríki fyrir fáum árum, en nú hafa Frakkar hrifsað það. Þeim lék hugur á landinu, því að þar voru náttúrugæði mikil og það lá að eldri nýlendum þeirra. Landið var stórt, veglaust og lítið ræktað, en þjóðin fátæk og illa mentuð. Frakkar sendu þá fésýslumenn til Marokko. Þeir sögðu við soldáninn: „Þið hafið ekki að eta og getið aldrei fengið málungi matar, nema hér séu lagðar járnbrautir." Soldáninn félst á það, en kvaðst ekki hafa fé til þeirra framkvæmda. Frakkarnir buðust til að lána féð og það varð úr. Skyldu þeir bæði hafa umsjón með járnbrautunum og taka að sér skattheimtu i landinu, til að „afborga járnbrautarlánið.“ Síðan urðu einhverjar óspektir í landinu. Þá sendu Frakkar þangað her til að gæta franskra hagsmuna. Og áður en aumingja soldán- inn vissi var ríkið hans af honum tekið og komið í hendur PVakka. Hervald kom þar að vísu til sögunnar. En ef ekki hefði verið von vopnaðrar mótstöðu, þá mundu fésýslumeun Frakka samt hafa náð yfir- ráðum í landinu, þar sem fávís þjóð var sokkin í botnlausa skuldahít og féð horfið i vanhugsaðar framkvæmdir.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.