Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 1
Sklxvjaxv 6. BLAÐ REYKJAVIK JTTNI 1915. VI. ÁR. ,Hvítu kolin'. íslendingar hafa nú í þúsund ár aSal- lega hagnýtt sér tvenn náttúrugæSi. Frjó- magn jarðvegsins og fiskinn i sjónum. Þessvegna hafa veriS og eru eiginlega ekki nema tveir atvinnuvegir: Kvik- Tveir at- fjárrækt og fiskiveiSar. — Ef vinnuvegir. Jf ö her herðu venð mikil og auo- unnin kolalög og málmar í landi, þá mundu hafa risið hér upp námu- og iðnaðarborg- ir á öldinni sem leið, kolaöldinni. Nú er aS vísu ekki kolunum til að dreifa á Is- landi, en þó er nú þegar sýnilegt, að land- iS hefir þau gæði, sem eru kolunum betri, þar sem er máttur sá hinn mikli, sem í fossunum býr. [Þessvegna virðist það nú þegar bersýnilegt, að í framtiðinni myndist hér stóriSnaSur, og að hann verði einn af þremur höfuðatvinnuvegum Is- lendinga. Til að stóriðnaður geti þrif- ist, þurfa helst tvö náttúru- skilyrði að vera sameinuð: Aji til að hreyfa vélar, og efni (málmar, bómull o. s. frv.) til að láta aflð vinna úr. Þessu er svo varið í þeim löndum, sem nú reka mestan iðnað: Englandi, Belgiu, Þýska- landi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Sum lönd (t. d. Danmörk) sem hvork hafa kol né málma heima fyrir, hafa nokkurn iðn- að. En það er mörgum eriðleikum bund- ið, að flytja að bæði aíl og efni. Og slík lönd geta aldrei staðið í fremstu röð í iðnaði. Aft og efni. Koliu þverra. Nú er svo komið i heimin- um, að menn sjá allgreini- lega, að sá timi er farinn að nálgast, þeg- ar iðnaðurinn skiftir um afl og átthaga, notar rafafl í - stað gufu, og flytur úr kola- löndum í fossalönd. Þessu veldur tvent: Fyrst að kolamagnið er takmarkað; því meira sem eytt er, því minna er eftir, því að ekki bætist þar í skarðið. Hagfræð- ingar reikna út nú þegar, hvenær sá tími muni koma, þegar jörðin verður kolalaus, og það verður eftir fáeinar aldir. En áð- ur en svo er komið, mun rafmagnið hafa sest í sæti kolanna, af því að það verSur þá orSiS ódýrara og handhægara. Raf- magnstækjunum fer fram árlega, eftir því sem vísindin þekkja betur eSlislög þessa undursamlega afls. Hlutur íslands í iSn- aSi kemur upp viS þaS, að kolin minka, gufan verður úrelt, en rafmagninu fer fram. Tíminn er með okkur eins og Englending- ar segja stríðinu. Enn er þess að gæta, að Island stendur flestum löndum betur að vígi í þessu efni. Við höfum öll þau skilyrði, sem þarf til að hafa mikla fossa. Landið er hálent, allstórt, landslag breytilegt og úrfelli mikið. Þess vegna er bæði gott um vatnsmagn og fallhæð. Og þetta getur ekki breyst i fyrirsjáanlegri framtíS. Fossarnir eru ótæm- andi aflgjafar; en kolin stundargæSi. Það mun vera fullsnemt að fslandmesta ag spa íslandi stórveldis- framtiðarland. . •: . tign fynr fossaafl sitt þó að kolin hafi að miklu skapaS auS, vald og yfirdrottnun þeirra þjóSa, sem nú eru

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.