Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 4
SKINFAXI. r,8 sagði við manninn, að hann skyldi drotna yfir jörðinni og öllum dýrum sem á henni hrærðust og öllum jurtum sem á henni yxu, og hafa þau sér til matar og nytja, þá hafi hann átt við það, að maðurinn ætti eingöngu að neyta ávaxta jurtanna, og ekki einnig kjöts dýranna eða fiskanna. Og hafi hann ætlast til að maðurinn not- aði hvortveggja til matar, heíir hann ef- laust gert hann þannig úr garði, að hon- um væri óskaðlegt að neyta þess. Ekki held eg að jurtafæðan sé heldur hentug Islendingum vegna þess, að mat- jurtir vaxa svo íáar hér á landi, og eru svo lítið ræktaðar af landsmönnum, og þó hægt sé að fá matjurtir og ávexti frá út- löndum, þá verður sá matur miklu dýrari en kjöt og fiskur og innlendar matjurtir, samanborið við næringargildi. I köflum þeim, sem hér hafa á undan tarið, er flest það tekið fram, sem flestir iþróttakennarar eru sammála um að mesíu varði. Aftur hefi eg slept ýmsu, sem menn eru ósammála um og minna varðar, en sem ef til vill hefir i för með sér óþarfa þvingun fyrir íþróttamanninn, af því að eg álít, að einmitt það, að íþróttakennararnir, sem reynt hafa og rannsakað hvortveggja, eru ósammála um þetta, sýni að eigi sé ástæða til að fara nákvæmlega eftir þeim ráðum þeirra. Halda sumir því t. d. fram, að úthaldshlaupamenn megi ekki drekka vatn, eða sem allra minst. Aðrir segja að öllum íþróttamönnum sé óhætt að drekka eftir þörfum; óvíst, þó að eitthvað gagn sé að vatnsafneituninni, að það vinni upp það ógagn sem þvingunin hefir í för með sér. Eg veit að menn hafa blátt áfram pínt sig til að láta það vera. Og þó gott sé fyrir alla íþróttamenn að æfa sig í sjálfs- afneitun, mun hollara að neita sér um eitthvað annað, t. d. kaffið. Það er eitt af ágreiningsatriðum íþróttakennaranna. Segja sumir að eigi megi bragða það, aðr- ir halda því fram, að það geri ekkert til, ef í hófi er neytt, sérstaklega ef menn eru mjög vanir því, og þurfa að þvinga sig mikið til að hætta við það. Eitt vildi eg sérstaklega brýna fyrir mönn- um, áður en eg enda þessa grein. Það er: að vera þolinmóðir. Fæstir eða eng- ir af íþróttamönnum þeim, sem bestir eru, hafa orðið það, nema með mikilli þolin- mæði og þrautseigju og vilja. Þegar eg talaði um böðin í fyrri partin- um, gleymdi eg að taka það fram, að menn mega ekki fara móðir í kalt bað. Hjart- slátturinn og andardrátturinn þarl' að vera orðinn eðlilegur eða því sem næst, áður en baðið er tekið. Gott, þegar búið er að kasta mestu mæðinni, að liggja dálitla stund og hafa eitthvað ofan á sér, svo svitinn þorni ekki. Fara svo í baðið sveitt- ur en ómóður. Kafli sá, sem eg hafði lofað ritstj. Skinf. að skrifa endar hér nú í þessu blaði. Vona eg að hann, ásamt eftirfarandi köílum — sem ýmsir íþróttamenn munu leggja til efni i — korni íslenskum íþróttamönnum. að einhverjum notum. Reykjavík 10/„ 1915. Ólafur Sveinsson. Heima og erlendis. Ný tfmarit. Búist er við að tvö tímarit byrji að koma út í sumar. Annað er Iðunn gamla end- urrisin. Hún var fyrrum vinsælt og gott tímarit. Gáfu hana út Björn heitinn Jóns- son, Jón Ólatsson og Stgr. Th. skáld. Nýja Iðunn hefir líka þrjá ritstjóra: Jón Ölafs- son, Ágúst Bjarnason og Einar Hjörleifs- son. Flytur tímaritið bæði fræðandi og skemtandi greinar, likt og Skírnir nú. En sem kunnugt er rúmar hann ekki nema lítið af öllu þvi, sem skáld og rithöfundar landsins vilja koma á framfæri, og mun þeim þykja gott að bætt sé við einni fleyt- unni enn. Iðunni má panta hjá Sigurði

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.