Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 11
SKINFAXI 75 kostnað við útvegun á plöntum og girS- ingaefni. Þetta er fyrirmyndar-aðferð. Ný- græðingurinn þarf að komast inn á hvert einasta heimili! Belgja-gjöfin. Á síðasta fundi samþ. fél. að gefa 50 kr. til samskotanna handa Belgíumönnum. Geri þeir betur, sem meira hafa bolmagnið! * * * Dagsbrún er, að mínu viti, mjög efni- legt félag, enda eru flest skilyrði fyrir hendi til þess að gott félag geti þrifist í sveit- inni/ hún er torfærulaus yfirferðar, þétt- býl og vel mennt. — Félagar eru nú nál. 40. Formaður er Tyrfingur Bjarnason á Bókafregn. Hagstofa íslands: íslensk ínannu- nöfn. Rvík 1915. Verð 90 aurar. Arið 1910 var tekið mjög nákvæmt manntal hér á landi. Ur því efni, sem þá var safnað, hefir nú Hagstofan unnið ágætt yfirlit um mannanöfn á Islandi. Er hið besta gengið frá verkinu að vanda. Bók- in sýnir að mjög er áfátt smekkvisi manna, er þeir velja börnunum sínum heiti. Sjálfsagt vilja allir vel, en helst til mörgum yfirsést. Er í hverjum- dálki mikið af fáránlegum nafnskripum. Einkum eru mörg kvennanöfn mjög bág- borin; mörg þeirra eru karlmannsnöfn með ámátlegu viðskeyti. Fáein dæmi má nefna, þó að bókin ein gefi fulla hugmynd um hversu ástatt er: Albiníus, Amelín, Á- mundínus, jBernótus, Dósoþeus, Eliseus, Friðbergel, Guðmon, Hilaríus, Ikkaboð, Janúarius, Jónadab, Katarínus, Líkafrón, Mekkínó, Otúel, Pantaleon, Rósi, Septem- ber, Soffías, Túbal, Túnis, Vigkon, Þeo- filus. Aagot, Annaína, Bensína, (Stein- olía kvað líka vera til, fædd síðan talið Var), Bóel, Brotefa, Diljá, Eiriksína, Frum- rósa, Gratiana, Hersilía, Járnbrá, Klásína, Kapitóla, Lárusína, Lofthæna, Mensaldrína, Perúndína, Salmagnia, Steinsa, Tormóna, Valdimarína, Þorláksía. Rétt er að geta þess, að þó ónefni séu mörg, þá gætir þó meira fallegu nafnanna. Allir hafa gott af að kynna sér þesssa bók, en ekki sist prestarnir. Þeir hljóta að geta gert meira en þeir hafa gert til að forða börnum fá- fróðra manna frá að bera heiti, sem eru þeim til minkunnar. G. H. F. Schrader: Hestar eg reiðmeun á íslandi. Akureyri 1913. Verð 3,50. Höf. bókar þessarar er Ameríkumaður, aldraður, sem dvalið hefir á Akureyri und- anfarin ár, og látið margt gott af sér Ieiða m. a. bygt ágætlega vandað hesthús fyrir ferðamannahesta. Yfir þvi er svefnskáli fyrir menn, sem ekki hafa ástæður til að gista í gestgjafahúsum. Er þetta mjög til fyrirmyndar, og þyrfti að komast á i hverju kauptúni. Bókin er stórvönduð, skrifuð af djúpum skilningi og hlýjum, falslausum hug. Höf. líkar vel við hestana okkar, en vítir með rökum fjölmargt í hestageymslu Islendinga. Höf. hefir ekki einungis hið glögga gests- auga, heldur einnig þekkingu þeirra þjóða, sem hafa verið að skapa „hestavísindi“ i margar aldir. Okkur er engin skömm þó að svo sé ástatt sem hann lýsir. Alment ástand þjóðarinnar er næg afsökun. Þjóðin sjálf hefir lifað sama vanrækta hungurs- og skelfingarlífinu eins og útigangshestarnir^ sem Mr. Schrader kennir, með réttu, í brjósti um. En eftir að þessi bók er komin, og orðin kunn og lesin í landinu, þá er ófyrir- gefanlegt að halda áfram fornum óvenjum. Allir góðir, framsýnir og velviljaðir menn þurfa að hjálpa þessari bók til að sigrast á heimalnings og átthagagorgeir „bestu reiðmannaí heimi“. Það er oftraustið eitt sem við þurfum hér að óttast. Við verð- um að viðurkenna, að við vitum næstum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.