Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 15
SKINFAXI. 79 Félagsmál. íþróttauilmsskeið. Á komanda hausti verður haldið íþrótta- námsskeið í Reykjavík. Er námsskeið þetta einkum ætlað mönnum, er geti veitt tilsögn í íþróttum heima í félagi sínu, að lokinni dvöl sinni hér. Er því nauðsyn- legt, að sem flest sambandsfélög sendi mann á námsskeiðið og velji til þess svo færan mann, sem kostur er á. Að sjálfsögðu ættu sem flestir þeirra, er voru á náms- skeiðinu hér síðastliðið haust, að mæta aftur í ár. Fjórðungsstjórnir hinna fjórð- unganna ættu að ieita samkomulags við okkur, ef þær kynnu að óska eftir, að senda menn á námsskeiðið. Gert er ráð fyrir að námsskeiðið verði i ár að einhverju leyti fullkomnara en i fyrra, ef iil vill lítið eitt lengra. Nánar verður auglýst um það síðar. Fjórðungsstjórn Sunnl.fj. Skattur og- skýrslur. Þessi félög hafa greitt skatt síða kvittað var í Skinfaxa síðast: U.M.F. Hvöt. — Reykjavíkur. — Svanurinn. — Baldur. — Kennaraskólans. — Akraness. — Dagsbrún í Landeyjum. — Skjaldborg. Skýrslu hafa sent: U. M. F. Dagsbrún í Landeyjum. — Samhygð. — Skjaldborg. — Svanurinn. — Baldur. Reykjuvik 15. — 3. 1915. Fjórðungsstjórn Sunnlendingafj. Héraðsmótin. Þau verða þrjú í ár. Þingeyingar urðu fyrstir. Þeir héldu mót sitt á Breiðumýri laugardaginn 19. júní. Veður var ágætt og þótti fundurinn takast hið besta. Alls voru þar um 2000 manna og mun aldrei fyr hafa verið svo margmennur fundur þar í sýslu. Ræður héldu: Guðmundur Friðjónsson, Hólmfríður Pétursdóttir, Sig- urður Jónsson á Arnarvatni, Sigurður Jóns- son á Ysta-Felli og Þórólfur Sigurðsson í Baldursheimi. Söngur var þar góður. Ás- kell Snorrason á Þverá stýrði þeim tlokki. Iþróttirnar höfðu gengið vel. Verður síð- ar sagt ger frá þeim. íþróttamótið við Þjórsárbrú verður haldið 26. júní. En Borgfirðingar hafa eigi sitt mót fyr en á slættinum. Þeir hafa nú ágætan viðbúnað. Sigurður Gíslason íþróttamaður hefir náms- skeið í Sleðaási allan síðari hluta júní- mánaðar. Æfir hann þar allmarga unga iþróttamenn úr báðum sýslunum. Kaupkætiriun. Um mánaðamótin júní—júlí er fullséð hverir af kaupendum Skinfaxa eiga að fá kaupbæti þetta ár. Verða þá sendar út i einu báðar bækurnar, Þjóðfélagsfræðin og rit Guðm. Daviðssonar um ungmenna- félögin. Utsölumönnum verða sendar bæk- urnar þar sem ekki hefir fengist skýr nafnalisti yfir kaupendurna. í fjdrðung-sstjórn Sunnlendinga eiga nú sæti Steinþór Guð- mundsson guðfræðisnemi, Guðrún Björns- dóttir í Grafarholti og Guðmundur Kr. Guðmundsson iþróttamaður. Hvítbláinn. Lítill fögnuður mun það mörgum ung- mennafélögum að eiga að fylgja til grafar fána sínum þessa dagana. Þó ber að minnast þess, að starf fánavinanna hefir hrundið málinu mest áleiðis. Þeim ber að þakka að hið hreina danska innsigli hverfur nú af þessu landi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.