Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1915, Side 5

Skinfaxi - 01.06.1915, Side 5
SKINFAXI 69 Jónssyni bóksala í Rvík, Verð 3,75 árg., 4 hefti. Hitt timaritið verður minna, tvö hefti á ári og kostar 2 krónur. Það verður gefið út á Akureyri. Ekki hefir frést um heiti þess, en hitt mun afráðið, að það á að vera auðfræðislegt að efni, ílytja fræðandi greinar um ýmsar auðfræðiskenningar og nýungar í mannfélagsmálum. Sennilega mun það, er tímar líða, benda á hversu hagnýta mætti erlenda reynslu, á þessu á þessu sviði, hér á iandi. Varla verður sagt að fróðleik um félagsmál sé ofaukið hér á landi, því að sáralítið hefir verið skrifað á íslensku af því tagi. Brenda barniö. Brent barn forðast eldinn; það fær dýr- keypta þekkingu, sem er því að liði í fram- tíðinni. Vonandi fer svo með íslensku þjóðina, að stórbruninn í Rvik geri bana hygnari. Þar brunnu á fáeinum klukku- tímum stórkostleg auðæfi, eftir íslenskum mælikvarða eitthvað nærri einnar miljónar króna virði. Og það var hreinni og beinni tilviljun að þakka (logni, eða því sem næst) að tjónið varð ekki margfalt meira. I hvössum austanvindi mundi hálfur bærinn hafa sópast burtu. Mannshönd og mann- vit eins og það er í höfuðstaðnum stóð máttlaust frammi fyrir eyðileggingunni. Það var tilviljunin sem mest bjargaði í þetta sinn. En bruni á að vera viðgeranlegur að mestu leyti. En til þess að svo sé, þarf vissa tegund af þekkingu. Hún var ekki til í þetta sinn, og þvi fór sem fór. Vanþekkingin var bæði gömul og ný. Það er af vanþekkingu að bænum hefir verið hrúgað upp úr timbri, af því að Islending- ar fylgdust ekki með í heimsmenningunni á þessu sviði. Það er af vanþekkingu (og nú harma hana allir, þegar kolaflutningar geta hindrast algerlega) að hér var bygð gas- en ekki rafmagnsstöð. En gasið og timbrið voru frumorsakir stórbrunans. Þá virðist brunatækjunum mjög ábótavant, Vatnið var of litið, brunastigarnir of fáir, engir reykhjálmar eða nýtísku brunaliðsföt, engar dælur (í eign bæjarins) sem gátu spýtt vatni upp á hæstu húsin o. s. frv. Brunaliðið gekk vel fram, og margir menn ágætlega. En það var illa æft, og yfir- stjórn þess (Guðm. Ólsen kaupm.) litt róm- uð. Brunaliðið sást sjaldan eða aldrei við æfingar. „Æfingar eru of dýrar", sagði einn af undirforingjum þess í blöðunum. Ef hér hefði verið sæmileg andleg menn- ing, svo að menn kynnu að stjórna verk- legum framförum, þá mundi bærinn hafa verið úr steini, lýstur með rafmagni og vel æft slökkvilið með allra bestu slökkvi- tækjum, sem fengist geta nú á timum. Alt þetta gat verið svona. Og ódýrara hefði það orðið, sómasamlegra og hættu- minna. En til þess þurfti þekkingu. Og menn vilja heldur biða tjón svo skiftir miljónum, en kaupa þekkingu fyrir þús- undir. Þegar bruninn varð, var eitt ár eitt ár liðið frá því, að fremsti íslenski formælandi heimsku og auðvalds tjáði Reykvíkingum „að þeir gætu þolað kyr- stöðu i mentamálunum“. Skáld og1 skiíldskapur. Ekki verður þvi neitað, að mjög mikið virðist vera um listagáfu með þjóðinni, og fjölbreytni meiri en áður var, því að Is- lendingar stunda nú hartnær allar greinar hinna fögru lista. En eina bendingu mætti ef til vill gefa ungu ljóðskáldunum, sem eru að byrja að yrkja. Þau verða að vera vör um sig. Ljóðagerðin er enginn leikur. ILún er heldur ekki handverk sem verður numið. Annaðhvort er sá sem yrkir stórskáld eða ekkert skáld. Þar er enginn millivegur. Sá sem ekki er stór- skáld á ekki að yrkja, því það er tilgangs- laust. Engum manni er ánægja að „lista- verkum“ hans. En að reyna að vera listamaður og geta það ekki, er hæðilegt. Það ber vott um algerðan skort á dóm-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.