Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 8
72 SKINFAXI annað, þá væru þau samt mikils virði. Orðin eru til alls fyrst, og góð orð og góð sambúð sá góðum fræum í þjóðar- hjartað. Og andleg vakning og andleg „al- efling“ skapar „athöfn þarfa“. En U. M. F. láta nú ekki lenda við orðin tóm. Flest U. M. F. í Skaftafells- sýslu eins og annarsstaðar gera eitthvað verklegt, og skal nú néfna nokkuð af því. „Garðarshólmi“ í Mýrdal: Ptöntugarður 240 ferfaðmar, sundpollur 1B0 ferfaðmar. „Skarphéðinn“ i Vík: garður 225 ferf. sundpollur. Félagið í Álftaveri: girtur skógræktarreitur 50 ferf. Félagið „Gnúpa- Bárður“ í Fljótsliverfi: 100 ferf. garður. Félagið „Framtíðin" í Öræfum: grisjaði Bæjarstaðaskóg, bygði tvær sundlaugar. Félagið „Yalur“ á Mýrum lætur hvern félagsmann Ieggja einn heyhest í forðabúr. Félagið í Nesjum hefir komið upp 800 ferf leikvelli og plantað margt í hann. Fé- lagið „Bláf]all“ í Skaftártungu 900 f. garður. Svipað er, minnir mig, í Síðufé- laginu. Mörg félögin, t. d. tvö í Mýr- dalnum, eru alveg nýstofnuð, og er því engin von að þau hafi „gert mikið“. En þótt það gangi nú, eins og annarsstaðar hér á landi, seint með skógræktina i görð- um þessum, þá geta þeir samt orðið til mikils gagns. Þeir verða bestu sáðreitir fyrir matjurtir. Og bæði U. M. F. og aðrir geta því haft mikinn arð af þeim. Hvað hafast ungm.félögin að? i. Hvaðanæfa kveður við þessi spurning. Þeir sem utanvið standa og heldur hafa horn í síðu félagsskapnum spyrja þannig, af því þeir búast við að fá í svarinu sönn- un þess, að hér sé um hégóma einn að ræða, er fyr eða síðar muni kveða upp dauðadóminn yfir sér, með því að láta ekkert eftir sig liggja. Ungmennafélagar og áhugamenn spyrja þannig, af því þeir vonast eftir að svarið færi þeim heim sann- inn um nytsemi þeirra. Oss er kent, að Kristur hafi sagt, að af ávöxtunum skulum vér þekkja manninn. Ymsir gera nú lítið úr því, að þetta séu hans orð, eins og svo margt annað, sem honum er lagt í munn. En heimsendanna á milli berast þau á vængjum vinda. Allir viðurkenna að í þeim felist sannleikur og haga sér eftir þeim í dómum sínum. Ung- mennafélögin hljóta því eðlilega að verða mæld á sama mælikvarðann. Eftir ávöxt- unum verða þau dæmd. Þareð eg veit, að fremur fáum er kunnugt um hvað ung- mennafélögin gera, geri eg ráð fyrir að lesendum Skinfaxa sé kært að fá upplýs- ingar um það. Eg leyfi mér því að birta útdrátt úr skýrslum um hag og starfsemi ungmennafélaganna í Sunnlendingafjórð- ungi fyrir árið 1914. I fjórðungnum eru 37 félög, er telja sig til sambands U. M, F. í. 30 af þeim hafa sent skýrslu fyrir árið 1914. Eru í félög- um þeim 1269 meðlimir alls. Hagur félaganna er þannig við lok árs- ins, að skuldlausar eignir þeirra eru til samans 20970 kr. Af þeim eru 1500 kr. í fasteignum. Eru þau félögin 17, erfast- eignir eiga. Eru það ýmist fundahús, lóð- ir eða blettir til ræktunar eða garðyrkju. Auk þess hafa sum félögin erfðafestulönd til ræktunar og eru þau ekki metin til pen- inga. Af lausafé eiga 24 félög 7656 kr. virði. Eru það einkum bækur, íþróttaáhöld, vinnu- tæki o. fl. 6 af félögunum hafa til með- ferðar sjóði með sérstöku markmiði, að upphæð 711 kr. Skuldir hvíla á þrettán félögum, að upphæð 4927 kr. Félögin hafa starfað að þessum málum: 1. Móðurmálið. Undir þann lið má telja margskonar starfsemi. a. Bókasöfn eru til í tólf félögum, sam- tals 1819 bindi. b. Mállýtanefndir starfa í allmörgum' félögum. Safna þær mállýtum. er fyrir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.