Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 10
74 SKINFAXI hvaS ungmennafélögin gera, til að auka skíðaferðir til sveita og skautahlaup. Aðeins í tveim skýrslum eru íþróttir þessar nefnd- ar á nafn, en vonandi eru þau félög miklu fleiri, er gera eitthvað þeim til eflingar. B. Skógrœkt. 15 félög gefa upp að þau hafi unnið að skógrækt. Flest eiga þau trjáreit, er þau hirða um. En auk þess voru víða gróðursettar trjáplöntur heima við bæina. Hjálpuðust félagsmenn að við það. Ýms önnur störf hafa mörg félög Ieyst af hendi. 5 félög hafa unnið að jarðyrkju, 4 gert sundlaug, 2 unnið að vegagerð, 2 hafa látið kenna söng, 1 hefir komiö á fót unglingaskóla og stendur straum af honum. Aðeins tvö félög hafa unnið að efling hand- iðna. U. M. F. Biskupstungna hefir haldið uppi handavinnusamkepni innan félagsins og hannyrðaflokkur hefir starfað í U. M. F. Stokkseyrar. Vonandi fjölgar þeim fé- lögum óðum, er beita sér fyrir framkvæmd- um í því máli. Þá er enn ónefnt einkarlofsvert starf tveggja féiaga. í U. M. F. Biskupstungna tóku meðlimirnir sig saman og slógu alt túnið fyrir einyrkja einn þar í sveitinni. U. M. F. Haukur í Leirársveit hjálpaði fá- tækri ekkju að afla heyja. Steinþór Guðmundsson. Frá U. M. F. Dagsbrun í Austr-Landeyjum. U. M. F. Dagsbrún er nú fjögra ára gamalt, og eina sambandsfélagið í austur- hluta Rangárvallasýslu, annað en Drífandi undir Eyjafjöllum. — Þó það kunni að vera hálfgerð fram- hleypni af utanfélagsmanni að að skýra frá störfum þess, þá ætla eg nú að senda Skinfaxa þessar línur um helstu störfþess á síðustu árum. En þau eru þessi: Sund. Á síðastliðnu vori (1914) hóf félagið sundkenslu. Kennari var hr. Árni Johnson frá Vestmannaeyjum, og var hann ráðinn til mánaðar. Kent var fráLjótarstaða- vatn, í miðri sveit, og keypti félagið tjald mikið til afnota fyrir sundmennina. Nem- endur voru nál. 40 og skiftust í þrjá flokka, stúlkur, drengi og fullorðna karlmenn. Veðurátta var mjög óhagstæð, sífeldur sól- arlaus rosi, en þó var námið vel stundað, enda mjög vel' látið af kennaranum. — Nú er ákveðið, að halda sundkenslu áfram i vor, og ætlar einn þeirra félagsmanna, sem lærðu hjá Árna (Guðjón Jónsson í Hallgeirsey), að kenna. Þetta er gott fyr- irtæki, og hefir félagiö fengið nokkurn styrk til framkvæmda þess. Glímur. Félagið styrkti Magnús Gunn- arsson í Hólum til íþróttanáms í Reykja- vík haustið 1913. Hann hefir kent glím- ur i félaginu í vetur, og tóku nál. 20 menn þátt i þeim. Komu þeir oftast sam- an tvisvar i viku fyrri hluta vetrar, en síðan menn fóru í ver hafa þær æfingar lagst niður, því fáir af glímumönnunum eru heima. — Glímukenslan fór fram í þinghúsi hreppsins, sem félagiö fær að nota endurgjaldslaust til funda og annara þarfa sinna. Hannyrðir. I vetur hafa stúlkurnar í félaginu byrjað á hannyrðakenslu. Koma þær saman stöku sinnum til þess og er Dýrfinna Gunnarsdóttir í Hólum kennari. Munu þær ætla að færa út kvíar heimilis- iðnaðarins, og er það vel farið. Fyrirlestrar. Sigurður Vigfússon frá Brúnum flutti tvo fyrirlestra fyrir félagið 13. des. síðastl. og var sú samkoma fjöl- menn og fjölbreytt. Auk S. V. fluttu þar ræður séra Þorsteinn Benediktsson og Einar Árnason sýslunefndarmaður í Miðey o. fl. Trjárcekt. Félagið hefir áður byrjað ofurlítið á trjárækt en orðið lítið ágengt. í vor ætlar það að breyta um aðferð. Verða þá búnir til litlir trjáreitir á fjórum heimilum, til að byrja með, annast félagið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.