Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 1
SV\xvJax\ 1-2. 15LA1) REYKJAVIK, JANUAR 1922. XIII. ÁR Hugvekja. Ungmennafélögin eru oröin svo þekt, um alt land, að nú efast enginn skynsam- ur maður lengur, um nytsemi þeirra og tilverurétt. Félögin hafa þegar náð þeim þroska, að vafalaust má telja þau með þörfustu stofnunum þjóðarinnar. Ungmennafél. eru samvinnufél. íslenzks æskul)>ðs, samhjálp til sjálfsmentunar, í beztu merkingu þess orðs. Þau eru þjóð- legasta, víðtækasta og áhrifamesta upp- eldisstofnun landsins. Avextirnir af starfi þeirra koma greinilega í ljós, flestir at- kvæðamestu mætismenn þjóðfélagsins, þeir sem nú eru, um eða innan við miðaldra, hafa numið og æft í skóla ungm.-félags- skaparins, þær listir, sem nú eru þeirra dýrustu kjörgripir, drengskap og dugnað. Heima, í heimahögum, veitti félagið þeirra þeim tækifæri til þess, að beita kröftunum við göfug störf í góðum fé- lagsskap, jafnótt og þeir fengu þroska til. Það hefir löngum reynst hollur heimafeng- inn afli. Þegar skyldustörfin, alvarlegu og oft erfiðu eru lögð á herðar þeirra manna, sem í æsku hafa þannig tamið sér, að vinna að framförum sínum og annara, í heilbrigðum félagsskap, þá sést það bezt, hverja þakkarskuld þjóðfélagið á að gjalda ungm.-félagsskapnum. Vitnisburðir þeirra manna, sem mest hafa starfað í félögun- um, og þess vegna hljóta, að vera þeim kunnastir, eru enda mjög á einn veg, þannig: að aldrei fái þeir fullþakkað þau góðu áhrif, er þeir þaðan hafa. Slíka sögu hafa fjölmargir að segja. Ekki er svo að skilja, að nú sé hér talið alt það, sem ungm.-fél. hafa unnið þjóðinni til þrifnaðar, það er svo marg- háttað og víðtækt, að ekki er unt að gera grein fyrir því hér, að þessu sinni, en vera má, að síðar verði ítarlegar athugað, hér í blaðinu, það sem nú er drepið á. Hafa þá ungm.fél. náð settu marki f Nei. I fyrsta lagi er starf þeirra og stefna þannig, að markinu verður í rauninni aldrei náð, það flyzt hærra og hærra, eftir því sem lengur og kappsamlegar er haldið í áttina að því. Markmiði ungmennafélag- anna eru engin takmörk sett. Verkefni þeirra er ævaranda eðlis, það er alhliða þroskun allrar þjóðarinnar. Við þekkjum ekki endimörk þroskabrautarinnar, en stefnum í áttina, með bróðurlegu samstarfi í kærleika. I öðru lagi ber einnig að minnast þess, að ungm.fél. hefir enn ekki tekist, að festa rætur í öllum bygðum landsins. Það vor- ar ekki jafnsnemma um landið alt. And- legir vorkuldar hafa sumstaðar huekt gróðr- inum, til þessa. 1 einstöku stað hafa einn- ig þyrnar fáfræði og hleypidóma, nær því kæft nýgræðinginn, um stund, og lielst til grunnur hefir jarðvegurinn reynst í höfuð- borginni okkar, þótt góðum mönnum hafi tekist, að vernda félögin þar, frá algerðri fót- um troðslu, erl. áhrifa og nýtísku lifnaðar. I blómlegustu bygðum landsins, í sveit- unum, dafna ungm.félögin vel og því bet-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.