Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1922, Side 6

Skinfaxi - 01.01.1922, Side 6
6 SKINFAXI hinni opinberu meðvitund. Einfaldar og fábreyttar venjur, djörfung, heilsuhreysti og «álfsstiórn í hugsunarhætti. Æskan verður að tileinka sér þessa mann- kosti sameiginlega. Með þá að leiðarmörk- um, verður hún að hefja starfið á nýa tímanum. Ef þessir mannkostir fá að ráða í lífi hennar á nýa tímanum, hljóta þeir að leiða af sér fagurt félagslíf. Sam- starfandi og samhjálpandi hugarstefnu, og þar af leiðandi sameiginlega hamingju fyrir mannkynið á nýa tímanum. Æskumenn Islands! Ungmennafélagar! Gerið ykkur ljóst takmark nýa tímans. Gerið ykkur ljósar skyldur ykkar á nýa tímanum. Hver og einn af ykkur verður að svara, á sínum tíma, þeirri alvöruspurn- ingu, sem skáldið setur fram í þessum tveimur hendingum: »Hvað vanstu drottins veröld til þarfa, hvers verðurðu spurður um sólarlag«. Bened. Gíslason. »Öllu snúíð öfugt þó.« íþróttavinum er þ a ð gleðiefni, að á s í ð- u s t u árum hafa íþróttir verið hér í auð- særri framför, og virðist sem aukist hafi skilningur fyrir gildi þeirra, jafnvel meðal manna sem ekki hafa iðkað þær. Kom því mönnum á óvart, þegar fitjað var upp áþví við bæjarstjórn Reykjavíkur, að leggja skatt á íþrótta sýningar hér í bæ. Þó furð- aði mann meir á því, að þessi óþokka ráðstöfun skyldi ná samþykki bæjarstjórn- ar og stjórnarráðs. Þeir, sem kunnugir eru íþróttafélögum í bænum, vita vel, að þau hafa átt við þröngan kost að búa. Flestir, sem íþróttir stunda, eru unglingar og efnalitlir, geta ekki af eigin ramleik lagt fram fé, til nauð- synlegra framkvæmda. Fjárhagslega eru því íþróttasýningarnar dálítil hjálp, jafn- vel þótt þær séu kostnaðarsamar, og hrein- ar tekjur oft ótrúlega rýrar. Því væri eðli- legra að bærinn legði dálítið fé af mörk- um, til þess, að gera þeim léttara fyrir, er stunda vilja íþróttir. En bæjarstjórnin fer hér alveg í öfuga átt; gerir sér íþrótta- menn og íþróttavini að féþúfu, og hygst með því að sýna einhverja linkind þeim, sem láta íþróttir afskiftalausar eða hafa horn í síðu þeirra, og einmitt þessi stefna, þessi hugsunarháttur, er það ógeðslegasta við íþróttaskattinn, og verður að kveðast niður. Iþróttamenn mótmæltu að vfsu þessari óhæfu og munu ekki sætta sig við úrslit málsins. Stjórn I. S. I. ætti nú ekki að liggja á liði sínu, til að fá afstýrt þessum ófögnuði. R. í. S. í. 10 ára. í dag er í. S. í io ára, stofnað 28. jan. 1912. Það má óhætt segja að í. S. í. hafi afkastað miklu, eftir því sem í garðinn var búið. Það hefir gefið út 8 bækur, stofnað sjóð sem heitir; »Sjóður styrktarfélaga í. S. !.« Sjóður þessi er, eins og nafnið bendir til, myndaður af tillagi sem styrkt- arfélagar sambandsins gjalda, sem er 5 króna árstillag, eða 50 króna æfitillag. Stjórn í. S. í. skipa nú: Axel V. Tulinius formaður. Ben. G. Waage, G. Björnsson, Halldór Hansen og Hallgr. Benediktsson. Konungur íslands er verndari þess, tilkynti það sjálfur í sumar er konungsglíman fór fram. Það er ekki hægt að geta ýtar- lega um starfsemi í. S. í. í svo litlu blaði sem Skinfaxa, enda gera stóru blöðin það sjálfsagt betur. Oska eg svo afmælisbarn- inu allra heilla. M. S.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.