Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 bandsstjórnin beinir, bér með, eindregið, þeirri ósk til þeirra félagsmanna, er þess eiga kost, að þeir sendi blaðinu fréttir af félögunum og aðrar góðar greinar um félagsmál. Ennfremur vill sambandsstjórn- in alvarlega brýna fyrir fél.mönnum, hversu áríðandi það er, að þeir sendi öll þau bréf, sem sambandið varða, beint til sam- bandsstjórnarinnar, en ekki til einstakra manna, þetta á við um hvort heldur eru, bréf og peningasendingar til Skinfaxa, eða bréf og skýrslur til sambandsins. Utaná alt slíkt skal rita til sambandsstjórnar U. M. F. í., pósthólf 516, Reykjavík. Ella er gersamlega óvíst að bréfin komist til skila. Vegna fjarveru og anna sambandsstj. manna, veitti hr. Helgi Valtýsson hjálp við útgáfu Skinfaxa á síðastliðnu ári. Kann sambandsstj. honum beztu þakkir fyrir þá aðstoð. Þingvallafriðunin. Ungmennafélögunum var fyrst birt sú hugmynd að vernda Þingvelli við Öxará og gera þá að friðhelgum þjóðgjarði, á borð við samskonar garða erlendis; það var á samfundi nokkurra félaga í Reykja- vík árið 1912. Arið eftir var birt grein um þetta mál í Eimreiðinni. Síðan hefir friðunarmálið oft verið rætt hjá ungmenna- félögunum, bæði á Fjórðungs- og Sam- bandsþingum. Hefir altaf komið í ljós ein- dreginn vilji þeirra, að friðunin kæmist á, ekki síðar en á IOOO ára afmæli alþingis 1930. En vegna óhægrar aðstöðu, og ýmsra kringumstæða, hafa félögin ekki getað unnið þessu máli það gagn, sem þau hefðu viljað. Arið 1918 var Þingvallamálið flutt inn á fund í Stúdentafélaginu í Reykjavík. Þar fékk það ágætar undirtektir, sem vænta mátti. Að tilhlutun félagsins var Þingvalla- nefndin stofnuð, sem kunnugt er. Formað- ur hennar var Pálmi heitinn Pálsson kenn- ari. Nefndin sendi alþingi 1919 áskorun um að taka Þingvallamálið til athugunar. Þingið samþykti tillögu, í 5 liðum, sem hér fer á eftir: »Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina: x. Að láta rannsaka girðingastæði og girðingakostnað umhverfis svæðið frá Þingvallavatni milli Almannagjár og Hrafnagjár norður á móts við Ármannsfell og Hrafnabjörg. 2. Að rannsaka, á hvern hátt heppi- legast yrði fyrirkomið að afnema bú- íjárrækt og ábúð á býlunum, Hraun- túni, Skógarkoti og Þingvöllum ásamt Vatnskoti. 3. Að korna í veg fyrir, að einstakir menn eða félög reisi sumarbústaði eða nokkur önnur skýli á svæðinu, sem í 1. lið getur. 4. Að skipa umsjónarmann á Þingvöll- um yfir sumarið, er gæti þar góðr- ar reglu. 5. Að leggja fyrir næsta alþingi frum- varp til laga um friðun Alþingis- staðarins forna við Öxará, að með- töldu umhverfi hans, er æskilegt þykir að friða«. Tillögu þessa, ásamt ágætri greinagerð, flutti gamall og góður ungmennafélagi, þá- verandi alþingismaður, Jörundur Brynjólfs- son. Tillagan var samþykt í báðum deild- um, því nær í einu hljóði. Var viturlega af stað farið, af fyrsta alþingi eftir ný- fengið sjálfstæði þjoðarinnar, að hlutast til um, að forni þingstaðurinn, og umhverfi hans yrði sómi sýndur — yrði numinn á ný —. Er ekki ósennilegt, að tillagan verði tilefni til þess, að enn eigi Þing- vellir í vændum að verða frægir í sögu landsins. Til skýringar á ýmsum liðum í tillög- unni, skal drepið hér á nokkur atriði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.