Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI við skeifuhælinn — eru þrep til að standa á. Þeir, sem þar standa, eiga mót sólu að sjá, en þurfa minna að borga. Ef mig minnir rétt, hefir Stadion rúm fyrir 19000 áhorfendur. Hægt er að draga tjöld yfir sætin, inn af múrbrúnunum, og er það líklega gert ef rignir. Yfir sætum konungs- fólksins er altaf tjaldhiminn. Eg vel mér sæti í miðri blíð, þar sem undan sól er að horfa yfir völlinn. Eg hlýt að dást að því, hve rólega og skipulega leikið er, svo mikið sem kappið hlýtur þó að vera undir niðri. Þetta er fullkominn kappieikur. Margar þúsundir manna horfa á, og líklega er fám þeirra sama, hvernig leikurinn fer. Ekki skortir eggjanir frá áhorfendunum, ef á annan flokkinn hallast. »Eskilstuna«! »Eskil- stuna«! »Stockholm«! »Stockholm«! er hrópað í sífellu. Það lítur út sem Eskil- stunabúar hafi komið þúsundum saman um langan, veg til að horfa á leikinn. Þeir eru stórlátir, og ætlast til að Eskilstuna vinni. Stockholmverjar standa á öndinni, því að Eskilstuna heflr einvalalið, og höfuðstað- urinn má vara sig. Hamraborgin dunar at lófaklappi, er aðrir hvorir vinna leik. Sví- ar hafa verið taldir blóðheitir, og íslenzkir æskumenn þurfa varla annað en stinga hendinni í sinn eiginn barm til aö geta því nærri, að leikendum muni hafa verið hlýtt innan rifja. En þeir eru æfðir og tamdir og furðu jafnir, allir mjúkir, stæltir og stiltir. Hver hefir sitt ákveðna hlutverk að vinna, og vinnur það með snild, en verður ekki í vegi fyrir samherjum sínum. Að lokum gengur Eskilstuna sigrandi af hólmi, enda virðast þeir leikendurnir enn- þá jafnari. Eg reyni að bera saman í huganum sænska leikendur og íslenzka. Mér finst enginn leika betur á Stadion, en eg hefi séð best leikið heima, en eg hefi aldrei séð heima eins jafna leikendur og eins skipu- legan leik. Iþróttir á Islandi eignast ekki í náinni framtíð slíkt hamravígi sem Stadion, eða eins góðan leikvöll, býst eg við, en Islend- ingar geta orðið íþróttamenn fyrir því. Stadion er spari-leikvöllur Svía, og ekki notaður nema á stórhátíðum, eins og t. d. 1. maí, sem er sumardagurinn fyrsti hjá þeim. Sænskir íþróttamenn hafa þroskað sig á lakari leikvöllum, og þeir eru ekki margir af öllum fjöldanum, sem nokkurn- tíma hljóta þann heiður að leika á Stadion. Ef Islendingar nota vel leikvelli sína hér heima, sem þeir sjálfsagt gera úr garði eftir beztu föngum, þá finst mér ekki óhugsandi að einhverntíma leiki íslend- ingar móti Stokkholmverjum á Stadion og vinni sigur, eins og Eskilstuna litla gerði. En til þess þurfa þeir að eignast heilan flokk eins færan, og þeir fremstu hafa verið, og temja sér að leika með óbilandi stillingu og fullkomnu skipulagi. Sigurgeir Friðriksson. Nýárssundíð. Það fór fram á nýársdag kl. 10s/4 f. h. keppendur voru 10 og sundskeiðið 50 metr. Úrslitin urðu þessi: I. Jón Pálsson sundkennari 37 7s sek. 2. Pétur Árnason 38V5 - 3- Olafur Árnason 394/s 4- Óskar Bergmann 4i 5- Pétur Halldórsson 41% ' 6. Gestur Friðbergsson 42 7- Erlingur Jónsson 47 Vs — 8. Marteinn Pétursson 472/b - 9- Friðrik Ólafsson 48 2/B — 10. Friðrik Pálsson 50 Sjávarhiti var 0,6 stig en lofthiti 4 stig. Þetta var j 1 nýárssundið. Sundfélagið »Grettir« hefir gengist fyrir sundinu fram að þessu en nú gegst Sundfél. »Gáinn« fyrir því. Jón Pálsson sonur Páls Erlings-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.