Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 15
SKINFAXI 15 íþróttamál. Við nokkura athugun hef eg frekar hallast að því, að þetta sé engin á- stæða. Ungmennafélögin halda út blaði, sem þau eiga sjálf og þau vilja eðlilega frekar kaupa sitt blað, minsta kosti að öðru jöfnu. Aðaláhugamál margra ung- mennafélaga, víðsvegar út um land eru íþróttamálin. Afleiðingin af þessu hlýtur því að verða sú, að félagsmenn vilji að íþróttamálin séu ofarlega á dagskrá blaðs- ins. Islenzka glímu tel eg fyrsta af öllum í- þróttum, og þessvegna fylgja hér nokkrar almennar athugasemdir um liana. Islenzk glíma er sú eina íþrótt, sem bcr þjóðarheitið í nafni sínu, og ennþá eiga íslendingar hana einir. Við getum ekki sagt, að nokkur önnur þjóð k u n n i hana, en búast má viö því, að aðrar þjóðir fari nú að nema þessa íþrótt, enda sumar byrj- aðar á því; af því leiöir að við fáum inn- an fárra ára öfluga keppinauta. IJað virð- ist því ekki ótímabært, aö fara nú að hugsa alvarlega um þessa einu þjóðaríþrótt okk- ar, sérstaklega a f þ v í, aö glíman viröist ekki vera að taka hröðum framförum, þvert á móti er það álit allflestra, að henni sé að hnigna. Sýnist nokkrum íþrótta- sinnuðum íslendingi, að þetta megi eiga sér stað ? Eg held ekki. Heiður allrar þjóðarinnar er í húfi. Ungmennafélagar, íslendingar, allir ungir og gamlir! takið höndum saman, og hlúið að þjóðaríþrótt- inni; gerið það ekki vegna fordildar eða af verðlaunafýsn ; umfram alt gerið það í- þróttarinnar vegna. U 11 i t g 1 í m u n n a r. Með því á eg við það hvernig glímt er — vel eða ílla. — Það er svo með allar íþróttir, að mjög mikið hefir að segja, hvernig áhorfandan- um gefst að henni, einkum er það að því er við kemur ungu mönnunum, sem ætla að leggja þessa íþrótt fyrir sig, þegar þeir hafa undirbúið sig, svo að þeir geti æft í- þróttir. I þessu sambandi má geta þess, að norsku íþróttamennirnir, sem komu hing- að í sumar, (1921) ætluðu að læra glím- una ef þeim gæfist vel að henni, en þeir voru nú svo óheppnir, að sjá líklega ein- hverja leiðinlegustu kappglímu, sem fram heflr farið um langt skeið, enda féll þeim allur ketill í eld, og líklegt að þeir hverfi alveg frá því um stund. Það sem lýtir glímuna einna mest., er að mörgum hættir við að »níða« og »bol- ast«. Þetta tvent gerir það að verkum, að glíman verður ódrengileg og þunglamaleg. Eg læt fylgja hér mynd af því hvernig rnenn eiga að standa í glímu. Myndin er tekin af mönnum í stöðu, þ. e. þeir eru ekki byrjaðir að bregða, en það er ekki nóg að ganga að nafninu til réttur móti keppinaut sínum, menn eiga líka að standa réttir á milli bragða, þó þeir séu á hreyf- ingu. Það að bolast, sýnir fyrst og fremst smekkleysi, sem ekki á að geta komið fyrir hjá íþróttamanni á þessu sviði, og í öðru lagi það, að maður er dauðhræddur við keppinaut sinn, treystir ekkert á kunn- áttu sína eða fimi, en hefir von um að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.