Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 11
fyrir þessari fjársöfnun næstu þrjú ár. Eru menn þessvegna beðnir að snúa sér til gjaldkera nefndarinnar Guðmundar Jóns- sonar, Miðstræti 4 Rvík, með öll framlög til sjóðsins. Það er full þörf að rifja upp fyrir þeim, sem ekki hafa fylgst með umræðunum um íþróttaskólann, hvað átt er við með þeirri hugmynd. Tilgangurinn er sá að eftir nokkur ár, helst sem fyrst, verði hægt að koma upp dálítilli stofnun, sem verði miðstöð íþrótt- anna í landinu, stöð þar sem ungir menn og ungar konur geta dvalið skemmri eða lengri tíma, og numið allskonar íþróttir, einkum þær sem unt er að æfa undir beru lofti. Frá þessum skóla eiga að breiðast út rétt iðkaðar íþróttir um landið alt. Hversvegna er þessa þörff Af því að við íslendingar erum algerðir byrjendur í öllum íþróttum, nema glímunni íslenzku. Aðstaða Islendinga til að nema íþróttir tilsagnarlaust er býsna slæm. Land- ið einangrað. Erfitt uni ferðalög innan lands og til útlanda. Veðurátta nokkuð dutlungasöm og fleira af því tægi. Þar að auki hefir sú meinloka komist inn í suma þá sem byrjað hafa á íþróttum upp á eigin spýtur, að þeir væru strax fleygir og færir, gætu byrjað að taka þátt í kapp- leikum erlendis, á Olympíu og annarstað- ar, eða því að bjóða útendingum hingað til að þreyta leik við landann hér heima. Þannig heflr landið í þrjú skifti eytt mörg- um þúsundum króna til einkis í að senda menn á Olympíuleiki, í stað þess að verja því fé til þess að efla íþróttamentun í landinu sjálfu. I stað þess að láta þetta fráleita yfirlæti villa sér sýn hafa ungmenna- félögin skilið málið betur. Þau vita að við erum að byrja, og að við erum fákunnandi. Þess vegna þurfum við að byrja á byrj- uninni. Nema, til að geta unnið. Þess vegna þarf að undirbúa íþróttaskólann. Safna fé. Reisa lítinn enn góðan skóla. Kenna þar ungum mönnum og ungum konum allar þær íþróttir sem hægt er að iðka á Islandi. Kenna þær rétt og nógu mikið. Þá verða íþróttirnar sterkur þáttur í góðu uppeldi þjóðarinnar. 7. 7- Frá Svíþjóð. Stadion. Valhallarvegur (Valhallavágen) í Stock- hólmi er ein hin fegursta borgargata, sem eg hefi séð. Hún er svo breið, að það minnir á sögn Eddu um dyrnar á Val- höll. Stór lauftré standa í fjórum röðum eftir götunni endilangri, en milli þeirrra eru sporvagnavegir, bifreiðavegir, reið- hjólavegir óg gangstígar. Gatan lítur út eins og skógur og ánægjulegt er að ganga undir laufhvelfingunum á sólbjörtum sum- ardegi. Stórar og myndarlegar steinbygg- ingar standa meðfram götunni til beggja handa. A einum stað er hringmúr^mikill með turnum eins og vígi. Reyndar er hann skeifulagaður, og snýr táin mót suðri. Þetta er Stadion: aðalvígi íþróttanna í Sví- þjóð. Vígið er reist og leikvöllurinn lagð- ur fyrir Olympíuleikana 1912, og þótti þá, og er ef til vill enn, bezti leikvöllur í heirni. 1. maí er sunnudagur, bjartur og fagur. Sólin, blöðin og blærinn leika geislaleik undir laufhvelfingunum á Valhallarvegi. Æskumenn Stockhólms og Eskilstuna leika fótknattleik á Stadionvelli. Eg læt berast með straumnum inn um bogahlið mikið á múrnum. Knattvöllurinn er á spormyndaðri grasflöt, og er 105 m. á lengd og 65 m. á breidd. Kringum grasflötinn er hlaupabraut stráð smámuldum viðarkolum, og virðist vera nýsópuð, því að þar sézt ekki spor. Utan við þann hring eru sætin á þrjá vegu, að austan, sunnan og vestan í skeifu- boga, hver sætaboginn upp af öðrum í brekku upp með múrnum. Að norðan —

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.