Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 13
SKINFAXI 13 sonar sundkennara var sigurvegarinn; hann er nú 17 ára og var jafnfljótur og Erling- ur bróðir hans var á sama aldri. Þetta er 3ji bikarinn sem kept er um, hefir Erling- ur Pálssonar sundkennara unnið 2 þá fyrstu og voru þeir gefnir af Guðjóni Sigurðssyni úrsmið en Sigurjón Pétursson gaf þennan bikar. Keppendur voru allir á aldrinum frá 17—20 ára, 3 syntu Skriðsund, 2 yfirhandarsund, 2 hliðarsund og 3 bringu- sund. Erlingur Pálsson hefir sett met á þessari vegalengd sem er 334/5 sek. Sund- ið fórst fyrir í fyrra Sökum ónógrar þátt- töku. Bendir þetta til þess að ábuginn sé að vaxa fyrir sundinu og er sennilegt, enda óskandi, að sumarsundin farist nú ekki fyrir úr þessu; verður ekki á móti því mælt áð mikið vanti í leikmótin ef ekki er kept í sundi. M. S. Félagsmál o. íl. Bréf. Með þessum pósti sem fer frá Rvík. 31. jan. er öllum félögum sem eru í sambandi U. M. F. I. sent bréf frá sam- bandsstjórn. Af því að ég hef orðið þess var að ekki hafa öll félögin fengið Sam- bandslögin sem send voru með Desember- pósti síðast, þá vil ég biðja þau félög sem ekki fá bréfið að gera sambandsstjórn aðvart, og sömuleiðis þau félög sem ekki hafa fengið sambandslöginn ennþá, að skrifa um það. Einnig er óskað eftir svari frá félögunum við þessu bréfi, það fyrsta. íþróttakennari. Nokkur félög hafa beðið Sambandsstj. um íþróttakennara næsta sum- ar. Ef fleiri félög hefðu hug á því, þá ættu þau að gefa sig fram sem fyrst. Bezt væri ef fleiri félög á sama svæði gætu samlagað sig, eða minsta kosti, komið sér saman um að fá kennara þannig að hvert taki við af öðru. Guðmundur frá Mosdal dvelur á ísafirði í vetur. Starfar hann þar að kenslu á Heimilisiðnaði sem áður. Hélt námsskeið þar fyrir jólin, við mikla aðsókn. Bráðlega fer liann norður til Akureyrar í sömu er- indum. Komið hefir til mála að hann héldi námsskeið víðar, ef veturinn endist til þeSs. Skinfaxi vonar að geta skýrt nánar frá starfi Guðmundar í næstu blöðum. Notið póstinn! Það ber æði oft við að bréf týnast fyrir það, að þau eru send með ferðamönnum. Ungmannafélagar ættu að setja sér þá föstu reglu, að senda öll bréf með póstum og peninga í póstávísunum. Kostnaður við það, er hlutfallslega miklu minni, en sú trygging er það veitir fyrir góðunr skilum. Olympíunefnd í. S. í. íþrótta samband Islands skipaði í haust 12 manna nefnd til þess að undirbúa íþróttamenn undir næstu olympíuleiki sem fram eiga að fara í París 1924. Þessir menn voru skipaðir í nefndina: Benedikt G. Waage, Guðm. Kr. Guðmundsson, Sigurjón Pétursson, Magnús Kjaran, Magnús Stefánsson, Olafur Sveins- son, Andr. Bertelsen, Pétur Sigurðsson, Iíelgi Jónasson, Björn Olafsson, Steindór Björnsson og Ágúst Jóhannesson. Aðal starf nefndarinnar á að vera það, að safna fé til fararinnar og undirbúa íþróttamenn svo sem hægt er, með því að leiðbeina og stuðla tií þess að efnilegir íþróttamenn og íþróttamannaefni, æfi vel og rétt, og fái tækifæri til þess. Vonandi vilja allir styðja nefndina í starfi hennar. Frá Akranesi. íþróttafélagið Hörður á Akranesi hélt hina árlegu kappglímu sína, í Báruhúsinu þar 27 þ. m. Keppendur voru 11 og hlutskarpastur varð Eyjólfur Jónsson (form. félagsins) 2. Sigurður Sig- urðsson og 3. Jón Eggertsson. Glímumót þetta fór vel fram og þótti eitt hið bezta, sem þar hefir verið háð lengi. I. S. I. hefir leyft félaginu að halda annð glímumót fyrir drengi á aldrinum frá 10— 16 ára og á það mót að fara fram í þess-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.