Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 16
i6 SKINFAXI gefa varist með því að standa nógu langt frá honum. A meðan glímumenn temja sér þetta, er engin von til þess, að við getum sýnt glímuna nokkurstaðar meðál íþróttamanna sem íþrótt, og því síður sem glíman hefir verið sýnd á tveimur alheimsmótum, af mönnum, sem gáfu henni svip — getum við farið að sýna hana í afturför, það væri nokkuð það sama, og að við færum til þess aðeins, að segja að við nentum ekki að æfa glímuna, nema hvað færrl mundu trúa því en hinu, sem þeir gætu séð með eigin augum. Eitt at því, sem mig langar til að minn- ast á, í sambandi við útlit glímunnar, þó smátt sé; er það, hvernig menn ganga fram og takast í hendur. Þetta hefir talsverða þýðingu fyrir það, hvernig áhorfendum gefst að glímunni. Sumir hafa þann sið, að hrista hendurnar, bæði þegar þeir heilsast og kveðjast, það má ekki eiga sér stað, af því að það er reglulega ljótt. Aðrir hneigja sig fyrir keppinaut sínum, sérstaklepa þegar þeir kveðja, og nokkrir hneyja sig fyrir áhorf- endum ef klappað er. Sumur þurfa altaf að vera að laga á sér fötin eða eitthvað, á ekki heldur að koma, fyrir nema brýn nauðsyn sé. Sumir þramma letilega fram og svipþungir, eða ef þeir sitja, þá hnikkja þeir sér upp eins og þeir séu fastir við stólinn, eða bakhluturinn sé óeðlilega þung- ur. Ef eitthvað af þessu kemur fyrir, þá er það leiðinlegt í augum áhorfenda, sem hafa smekk fyrir framkomu íþróttamanns. Menn eiga að ganga léttilega fram til glímunnar og tilgerðarlaust, en ef menn sitja, að standa liðlega upp og fljótt. Ef áhorfendur eru ekki nema á eina hlið, þá eiga glímumennirnir að nema staðar þann- ig: að önnur hliðin snúi að áhorfendum, takast í hendur án þess að hrista þær upp og niður. Þegar glímunni er lokið, þá að kveðja í sömu afstöðu og menn voru er þeir heilsuðust, alls ekki að hneigja sig, hvorki fvrir keppinautinum eða áhorf- endum. Þegar glímumennirnir hafa lokið öllum glímum, og fara allir burt af glímu- pallinum, er auðvitað sjálfsagt að þeir kveðji áhorfendur með því að hneigja sig, og fer þá bezt á að þeir séu vel samtaka í því. Mörgum kann nú að sýnast, að þetta sé hótfyndni, en svona er það nú samt, að ef þessir gallar á framkomu eru mjög áberandi, þá getur glíman ekki not- ið sín, og hún verður mun svipminni. Vík eg svo næst að gh'mubrögðum og vörnum. M. S. „Heimleiðis“. Það hefir áður verið minst á bækur þær, sem Samband U. M. F. I. hefir gef- ið út, og þar á meðal »Heimleiðis« eftir Stephan G. Stephansson; liann gaf Ung- mennafélögunum handritið. Ennþá er nokkuð óselt af þessari bók, og má það merkilegt heita. Þeim til gamans, sem ekki eiga bókina, eða hafa séð hana, fylgir ein vísa.úr henni, Til Ungmennafélaga Islands: »Ellin Æsku býður Astar þakkir sínar! Ungi íslands lýður, Eigðu stökur mínar — Ef að er ungum rómum Omaksvert, að sinna Þessum eftirómum Æskudaga minna«. Upplagið af þessari bók var lítið, og ma því búast við. að eftir nokkur ár, verði erfitt að-fá hana. Skinfaxi. Þeir sem eiga garnlan Skin- faxa, I.—III. árg., og vilja selja þá, geri svo vel að láta afgreiðslu blaðsins vita. Þeir eru margir, sem eiga blaðið alt frá byrjun, og þó langar marga fleiri til að eignast það. Prentsmiðjan Acta 1922.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.