Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1922, Síða 10

Skinfaxi - 01.01.1922, Síða 10
IO SKINFAXI málfræðisbókum. Enginn er álitinn að kunna að tala eða rita móðurmál sitt, nema hann sé »útfarinn« í flóknum orða- beygingum og ákveðnum málfræðisreglum. Verður ekki annað séð, síðan þessar fræði- bækur fóru að ryðja sér til rúms, en að íslenskunni hafi stórum hrakað. Þó að þeim sé, að sönnu ekki um að kenna, hafa þær samt ekki komið í veg fyrir dönsku slett- urnar og ambögurnar, sem nú einkenna mælt mál. Málfræðis moldviðrið hefir ekki ruglað íslenskuna hjá eldra fólkinu, þessvegna hefir því tekist að tala fagurt og látlaust mál. Vilji ungmennafélagar reyna nýja að- ferð til að »fegra og hreinsa móðurmálið«, ættu þeir að safna alskonar þjóðsögum hver í sinni sveit, og gefa sér tóm til að segja þær, eða lesa upp á félagsfundum. Sennilega yrði ekki aðrar skemtanir betur þegna á fundum en vel sögð draugasaga eða æfintýri. Með þessu móti vinna félagsmenn tvent í einu: Þeir bjarga frá glötun ýmsum góðum og merkum sögum, sem annars mundu deyja, og nema fagurt og óspilt mál; og ei’ það ekki minst um vert. Jafn- framt þessu rækja ungm.félagar það at- riði í stefnuskránni, sem tekur það fram að þeir reyni að »vernda og efla alt sem þjóðlegt er«. Islendingar hafa orðið nafnkunnir fyrir þjóðsögur sínar, einkuin vegna þess hve vel þær eru sagðar, og hve gott mál er á þeim. Þær sögur eru álitnar bestar, sem sögu- ritarinn þræddi nákvæmlega frásögu þess er sagði. Vér höfum þó sjálfir lítt kunnað að meta þennan fjársjóð og engu skeytt þótt feiknin öll hafi glatast, af góðum og merkum sögum, fyrir eintóman trassaskap. Smásögurnar margar hverjar þykja hrein- ustu perlur. Ef allir ungmennafélagar víðsvegar um land tækju að sér að safna allskonar þjóð- sögum fengist óefað mikið og gott safn. En þegar um slíkt er að ræða verður að taka alt með, sem nöfnum tjáir að nefna, þótt ómerkilegt kunni að þykja. Lítilförleg smásaga getur haft mikla þýðingu, þegar frá líður. Ekki þarf annað en fletta upp Þjóðsögunum til að sannfærast um það. Þjóðsögur eru altaf að skapast þarf því sífelt að vera á verði og færa jafnóðum í letur, svo ekkert glatist. Til leiðbeiningar skal ég aðeins nefna hér nokkra sagnaflokka, sem teljast undir Þjóðsögunum og munnmælum: Álfasögur, útilegumannasögur, draugasögur, vitranir, draumar, örnefnasögur, sagnir um bann- bletti, veiðivíti, skrímslasögur, náttúrusögur, afreksmannasögur, æfintýri, gamlar verjur, kreddur, kýmissögur ofl. ofl. Hvort sem safn þetta verður mikið eða lítið þarf það að komast á einn stað. Vildi eg því mælast til að ungmennafélagar sendu mér afrit af hverri einustu sögu, sem þeim áskotnast, og sem ekki áður hefir verið prentaðuð, og gætu um leið sögu höfunda, eða þess, sem sagði hana fyrstur. Sögur þessar munu þó ekki verða birtar opin- berlega, án leyfis hlutaðeiganda. Reykjavík 18. des. 1921. Guðm. Davíðsson- íþróttaskólinn. Það er eitt af þeim áhugamálum æsk- unnar, sem Skinfaxi hefir fyrst vakið máls á, og ungmennafélögin tekið á stefnuskrá sína. Ekki í orði, heldur í verki. Þrátt fyrir margskonar örðugleika, sem verið hafa hér á landi undanfarin ár, hafa mörg af ungmannafélögunum gefið nokkuð til hins væntanlega skóla. Síðasta Sambands- þing, í vor sem leið, kaus fráfarandi sam- bandsstjóin, þá Guðmund Jónsson frá Brennu, Jón Kjartansson kaupfélagsstjóra og Jónas Jónsson frá Hriflu til að standa

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.