Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 5
SKINFAXI 5 unni, er sannleikur, sem rneðal annars heim- færist upp á tímaskiftingu sögunnar. Það er einkenni á hinum nýa tíma, að mennir- nir eru frjálsari en ella. Það er um fleirax að velja af stefnuin og lífsskoðunum til, að, byggja hið nýa á. Utsýnin yfir hin sögu^ legu rök eru glöggari á rústum hins gamla,' en ella, þessvegna er auðveldara að taka varnað á vondum dæmum og sjá leiðina til fyrirheitna landsins. Því er það, að á slíkum tímum kemur venjul. fram fleira eða færra af miklum mönnum. Ber aðallega tvent til þess. Leiðin til þroskans er opnari í frelsinu en ella. Að standa á rústum og þurfa að byggja alt að nýju, krefur auk- ins mann dóms. Nýi tíminn leggur því ætíð frá landi með beggja skauta byr. Meiri menn, meira frelsi. Nú er að byrja nýr tími. Enginn veit hvaða nafn honum hlotnast. Sennilega verður hann nefndur nýasti tíminn. Ef til vill verður hann nefndur eftir því hverju komið verður til leiðar mannkyninu til lieilla og hamingju á braut hans. Otal göfugar hugsjónir og starfa hvatir ólga í hugum manna, vegna þess, að nýr tími er að renna upp. Það er aðal ljósið sem nú verpur birtu yfir framtíðina. Það er aðallindin sem vilji og vonir mannanna spretta af nú, og það er aðalhvatningin í lífsbaráttunni, eins og nú er komið mál- um mannkynsins. Nýr tími! Það er dýrðlegt hugtak og von til þess, að birti yfir hugum manna, þegar undir hann hillir, eigi síst þegar myrkur og óveður hafa þjakað mannkyninu um langan tíma. Sjóhrakningamennirnir sem Páll postuli var með, þegar hann var fluttur bandingi til Rómaborgar, áttu aðeins eina ósk, þeg- ar skipið kendi grunns í myrkrinu og óveðrinu. Þeir óskuðu að dagur rynni. Nú á tímum er mannkyninu líkt farið og þess- uin sjóbrakningamönnum. Það óskar ein- urn munni, að nýr tími renni upp. Og nýr tími er að renna upp. Sjaldan er fylling óskanna svona hraðfara. Otal spurningar eru bornar fram af vör- um mannkynsins nú þegar nýi tíminn er að renna upp. Meðal þeirra eru tvær sem eg ætla að minnast örlítið á. Hin fyrri er: Hverir eru herrar hins nýa tíma? Hin síðari er: Hver eru hin helstu leiðar- mörk nýu stefnunnar. Við fyrri spurning- unni er til svar hjá skáldinu sem kvað »Guði sé lof þeim gömlu máttur þverra, Guði sé lof þeir ungu, eru tímans herrar.« Enginn maður ber brigður á þennan sann- leika. Það eru ungu mennirnir sem eru herrar hins nýa tíma. Nýi tírninn er tími æskunnar, og æskan er hinn nýi tími. Það er á valdi æskunnar að byrja þenn- an nýa tíma svo vel, að góðu spái, urn alla framtíð. Það er æskan sem verður að ganga til verks, og byggja nýa heiminn upp af rústunum. A æskunni hvílir vand- inn, ábyrgðin, erfiðið. Hver einasti æsku- maður verður að gerast tvígildur til allra afreka. Tvígildur maður á öllum sviðum jafnt efnislegum sem andlegum. Það er krafa sem ómögulegt er að slá af, eins og málum er komið. Hver séu hin helstu leiðarmörk nýu stefnunnar er vandsvarað. Þau eru líka svo mörg, að ógerningur er að reyna að rekja þau í stuttu máli. Eitt þeirra er hversu æskan býr sig undir starf sitt á nýa tímanum. Ungmennafélögin eru tákn um það. Þau eru menningarfélög, vakn- inga-félög, sem beina ungum mönnum að manngildis og siðferðis þroskanum. Ef þau fara vel með hlutverk sitt, er strax bjartara um að lítast. Enginn sem þekkir þau, mun óttast, að þau víki af sinni settu braut. Merkur rithöfundur Benjam. Kidd, hefur sagt, að einkenni blómaskeiðanna í lífi þjóðanna, og þá um leið einstaklinganna sé: hreinlífi og ráðvendni í viðskiftalífinu. Hár mælikvarði fyrir siðferðisgildi, og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.