Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.01.1922, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI um mánuði. Nú er félagatal Harðar 90 °g þykja hinir yngri félagsmenn mjög efni- legir. (Mbl.) íþróttaskattur. Nú eru það lög í landi hér, að ef bæjar og sveitastjórnum þókn- ast, þá geta þær lagt skatt á íþróttasýning- ar og kappleiki. Mönnum þykjir þetta ekki bera vott um viturleik löggjafanna eða vinsamlegt hugarþel þeirra til íþrótta og uppeldismála. I Rvík hefir bæjarstjórn not- að sér þessa lagaheimild og eru miklar líkur til að það dragi úr íþróttasýningum hér. Verður þetta sennilega öðrum bæjar- stjórnum til uppörfunnar. Borgarstjórinn í Rvík. er áhugasamur íþróttamaður, að því er hann segir. Iþróttanámskeið að Þjórsártúni. í nóv- embermánuði s. 1. var íþrótanámskeið á Þjórsártúni, að tilhlutun »Ungmennasam- bandsins Skarphéðinn«. Námskeið þetta sóttu tæpir 30 piltar víðsvegar að af suður- landsundirlendinu. Kennarar voru Sigurður Greipsson og Magnús Stefánsson. Kend- ar voru þessar íþróttir: Leikfimi, Glímur og Utiíþróttir. íþróttamannsefni voru þarna mörg svo góð, að hætt er við að Reyk- víkingar megi vara sig ef þeir æfa vel þar austur frá. Það er í ráði, að haldið verði íþróttamót að Þjórsártúni á næsta vori. Námskeið þetta fór ágætlega fram, og var það mikið því að þakka, hvaö tíðin var góð, og þó eigi síður, þeirri góðu að- búð sem gestirnir mættu, frá Ólafi læknir ísleifssyni og konu hans. Þegar íþróttum var lokið á kvöldin, voru málfundir, og þar rædd áhugamál ung- mennafélaga og samvinnumál, voru umræð- ur oft allfjörugar, og þó eigi síður félags- legar, eg á við það hvað allir voru ein- huga um framför ungmennafélagsmálanna, ágæti þeirra, og mentunargildi félags- skaparins. Ur bréfl úr Húnavatnssýslu. — »Það er sjálfsögð skylda allra félaga að styrkja Samband sitt af öllum kröftum og það er einmitt auðveldast með því móti að lesa Skinfax og borga hann og senda honum alt sem til uppörfunar og eftirbreytni má verða í félagsskapnum. Skinfaxi er og á að verða, spegill anda vors og hugsjóna; hann er mælikvarði framkvæmda vorra, dugnaðar og festu. Skinfaxi er eina sýni- lega taugin milli félaga víðsvegar um land- ið. Hann er h'fakkeri vort. Að öllu þessu athuguðu er Það ljóst, hversu afar áríðandi það er, að efla blaðið svo sem verða má. Það er því eindregin áskorun mín, að allir ungmennafélagar und- antekningarlaust kaupi Skinfaxa og standi í skilum við hann. Þá er ekki vafi á því, að hann mun fullkomlega svara kröfum vorum. Það er fárra afreka að minnast af »Mið- fjarðar-Skeggja«, en það er til málsbóta að hann er ungur enn, ekki nema á fjórða árinu; hann telur um 30 félaga og hefir þegar gengið i Héraðssamband Austur- Húnavatnssýslu. Það helsta af verklegum framkvæmdum félagsins er, að það hefir komið upp heyforðabúri og bygt hlöðu eina, sem rúmar um 200 hesta af heyi, einnig hefir það haldiö uppi sundkenslu á hverju vori, síðan það var stofnað og hyggst nú að bæta við fleiri íþróttum í vor ef hægt verður. Sömuleiðis liefir það ákvarðað að styrkja hinn fyrirhugaða í- þróttaskóla með föstu tillagi árlega fyrst um sinn«. M. S. * Iþróttabálkur. Eg hef orðið þess var að sumum kaup- endum Skinfaxa hefir þótt hann skifta sér lítið af íþróttum; og er mikið satt í því. Orsökin til afskiftaleysisins er aðallega sú, að haldið hefir verið út íþróttablaði, blaði sem nær eingöngu hefir fjallað um

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.