Skinfaxi - 01.12.1925, Síða 3
SKINFAXI
115
menn, að innan U. M. F. í. eru meir en 3000 félagar.
Ef þetta er borið saman við nágrannaþjóðina Norð-
menn, sem telur um 60 þúsund ungmennafélaga, sést
að félögin Iiér eru tiltölulega fjölmennari en þar. pó
hafa norsku félögin starfað um hálfa öld, en islensku
félögin aðeins fimtung aldar.
Sé þess gætt, að ungmennafélagshreyfing okkar styðst
nær því eingöngu við tómstundavinnu ungra og littráð-
inna manna, sem hafa lítið af fjármunum og enn minna
af lífsreynslu, og hafa aldrei haft ráð á því fjármál-
anna vegna að eiga óskift lið eins manns til þess að sam-
ræma störf sín og koma þeim í skipulegt horf, má það
uæstum undur heita, hvað félagsskapur þessi er víðtæk-
ur og hefir komið miklu til leiðar.
Létt er að sanna þetta með því að gera fáorða grein
fyrir andlegri starfsemi félaganna og geta þess, sem
þau hafa int af hendi i verklegum efnum.
Félögin eiga um 300 þúsund ferm. af landi, nota
þau land þetta til garðræktar, matjurtaræktunar og
skógræktar. ]?au eiga 35 fundarhús, sem oft eru notuð
til ýmisrar starfsemi fyrir hlutaðeigandi sveitir og
hreppsfélög, svo sem til skólahalda og almennra mann-
funda.
Leikvelli eiga þau 12 eða 13 og 27 sundlaugar. í hóka-
söfnum félaganna eru um 5000 bindi af bókum.
Hér er þó ótalið alt það fé og öll sú vinna, sem fé-
lögin liafa lagt fram til vegagerðar sjúkraskýla* og
til þess að styðjafátækaogheilsubilaðamenn. Mestu hafa
þó félögin fórnað fyrir lýð- og unglingaskóla landsins.
Arnór Sigurjónss. skólastj. að Laugum iiefir ritað merki-
lega grein í síðasta hefti Skinfaxa um hið mikla verk,
sem ungmennafélögin norður þar hafa unnið fyrir lýð-
skóla pingeyinga. Áreiðanlega hefðu pingeyingar orð-
ið skólalausir um mörg ár, ef þeir hefðu ekki notið
* U. M. F. Akureyrar hafa gefið yfir 10. þús. kr. til heilsu-
tiœlis Norðurlands.