Skinfaxi - 01.12.1925, Page 5
SKINFAXI
117
í'é sínu og tima. Ekki skal hér víta hina ráðandi kyn-
slóð sveitanna þó framfarir hafi orðið þar minni en
æskilegt var og mátt hefði verða, því að margt kemur
til greina þegar um það mál er að ræða. En hitt er
vítavert, að ráðandi kynslóðin skuli samtimis kyrstöðu
sinni hafa gert kröfu til þess að fámenn, dreifð og fé-
vana ungmennafélög innu verkleg stórvirki í tómstund-
um sínum. J?ó væru afsakanlegar umvandanir ráðandi
nágranna yfir starfsleysi félaganna, ef þeir liefðu gert
mikið að því að hvetja þau til verklegra framkvæmda,
sem væru við þeirra hæfi, en sjaldan mun hafa borið
mikið á, að það væri gert.
En oft hefir verið talað um gorkúluvöxt, fálm og
heimsku í sambandi við það, sem þau hafa unnið. Aft-
urhaldssamir auramenn liafa látið sér fátt um finnast
þegar ungmennafélög hafa rætt um framfarir og byrj-
að á nauðsynlegum verkum, þeir liafa kastað steini á
framfaraveg þeirra, og nöldrað svo um að þau gerðu
ekkert. En skilningslitlar málskjóður halda langar
ræður um barnabrek, léttúð og margt annað verra i
sambandi við skemtanir, iþróttastörf og málfundi fé-
laganna. Margir feður hafa viljað eða orðið að greiða
þúsundir króna fyrir dáðlaust og spillandi Reykjavík-
urrölt liarna sinna, en ekki viljað hætta tiu krónum
fyrir eðlilegan og þjóðlegan félagsþroska þeirra heima
i átthögunum. pelta hörmulega öfugstreymi á ljótan
og sorglegan þátt í því, að sveitunum er að hlæða út.
pegar U. M. F. I. hefir leitað til Alþingis og' sótt um
lítilfjörlegan styrk til nauðsynlegra framkvæmda, liafa
viðtökurnar reynsl ótrúlega kaldar og smásálarlegar,
einkum þó á síðari árum. Um allmörg ár hefir U. M.
F. I. haft 1500 króna styrk af almannafé. Var það hetra
en ekkert fyrstu árin, en lítið gagn verið að þvi nú um
skeið, þar eð verðgildi krónunnar hefir verið aðeins
litið brot af því, sem það var áður.
U. M. F. I. sótti þvi um 4000 króna styrk til sið-