Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1925, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.12.1925, Qupperneq 6
118 SKINFAXI asta Alþingis. Mátti gera ráö fyrir að þessu yrði vel tekið, þar eð árferði var gott, enda urðu ýinsir styrkir ríkissjóðs allriflegir. Alþingi var bent á hvað ung- mennafélögin hafa gert, vilja gera og geta unnið fyrir alþjóðarheill, ef þau hafa sæmilega fjárhagslega að- stöðu. pað voru talin upp ýms ný og aukin störf, sem U. M. F. I. hefir látið vinna og berst fyrir á þessu ári, svo sem það, að praslaskógur hefir verið ræktaður, og varinn miklu betur en áður. Útbreiðsla Skinfaxa auk- in að stórum mun og ritið selt fyrir neðan sannvirði til þess að það komi sem víðast, og engum yrði ofvax- ið að kaupa það. Glimuflokkur látinn sýna íþrótt sína víð'a, bæði hér heima og erlendis, til þess að vekja eft- irtekt á gildi iþrótta og undirbúa hæfa lcennara i þeirri grein. Garðræktar og matreiðslunámskeið vcrið haldin, lengri miklu og dýrari en átt hefir sér áður stað með- al ungmennafélaga. Ennfremur var alþingi bent á, að rikisvaldið norska veitir ungmennafélögum sinum stór- fé lil ýmsra framkvæmda, og margir ágætismenn þar í landi telja sér skylt að hvetja félögin og leiðbcina þeim við slörf þeirra og sjálfsnám, enda virðast flestar menn- ingarþjóðir skilja það betur og betur með hverju ári, sem líður, að störf fullorðinna fara mjög eftir uppeldi unglinganna. En fjárveitingarnefnd Alþingis lét umsókn U. M. F. í. að éngu getið í tillögum sínum. pá bar 2. þingm. Árnes- inga fram breytingartillögu um þetta mál og var þá styrkurinn hækkaður um einar 300 krónur. Hvers áttu ungmennafélögin að gjalda, er Alþingi hafði umsókn þeirra að engu? Áttu þau að gjalda þess að hafa unnið að heimafræðslu, ódýru sjálfsnámi í sveitum landsins. Áttu þau að gjalda þess að hafa hlaupið undir bagga með veikum mönnum og fátækum á erfiðum tínnim? Áttu þau að gjalda þess, að þau hafa unnið sjálfboðavinnu við vegagerð, húsbyggingar m. fl.?

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.