Skinfaxi - 01.12.1925, Síða 8
120
SKINFAXI
nýju og hetra skipulagi. Framundan bíða verkefni
mörg. Ungmennafélögin þurfa að vinna, af því svo
mikið er óunnið, og til að auka lífsþrótt sinn.
Meðal áhugamála ungmennafélaganna finst mór
iþróttaskólinn vera í fyrstu röð. íþróttir eru jafnan
áhugamál heilbrigðrar æsku. Takist ungmennafélögun-
um að koma upp iþróttaskóla, þá er þar með reist ör-
ugt vígi til styrktar ófæddum kynslóðum. pá er til
griðaslaður, þar sem hraustmenni liverrar kynslóðar,
karlar og konur, geta numið til lilítar allar þær íþrótt-
ir, sem unt er að stunda á íslandi.
Nú vil eg i suttu máli lýsa þvi, hversu eg lreld að
iþróttaskóh' eigi að vcra, og hversu haga heri störf-
um þar.
Skólinn þarf að vera á fallegum stað í sveit, þar
sem samgöngur eru góðar. Á þeim stað þarf að vera
jarðhiti, bæði til að hita skólahúsin og til sundnáms.
par þarf að vera stöðuvatn til að geta æft róður og
siglingar. par þarf að haga svo til að æfa megi skíða-
göngur og allskonar ísleiki. Að sjálfsögðu þarf að
vera aðstaða til að æfa allskonar knattleiki, hlaup og
gönguferðir. pessum síðastnefndu skilyrðum er auðvell
að fullnægja. ög svo vel vill til að nokkrir staðir munu
vera til, hér og þar á landinu, þar sem skilyrðin eru
öll sameinuð.
Skálinn þarf ekki að vera stór. Eg hygg að fullnóg
væri i byrjuninni að liafa húsakynni fyrir 12 nemend-
ur og einn kennara. Gera mætti ráð fyrir að konur
væru eingöngu í skólanum þriðja hvert ár, en síðar
meir, þegar þátttaka kvenna yrði jafnmikil og karl-
manna, ættu þær að vera einar í skólanum annað árið,
en karlmenn hitt árið. Ef liafa ætti samhliða karla og
konur í skólanum þyrfti miklu meira húsrúm og
kenslukrafta. í sárfáum íþróttagreinum gela konur og
karlar notið sameiginlegrar kenslu.
Að mörgu leyti mundi heppilegt að hafa íþróttaskól-