Skinfaxi - 01.12.1925, Qupperneq 9
SKINFAXI
121
ann í nábýli eða sambýli við annan skóla, t. d. einhvern
héraðsskólann, sem væri þannig i sveit komið að skil-
yrði væru heppileg til margbreyttra iþróttaiðkana. ]?ó
mætti nofta sama leikfimishús og að einhverju leyti
sömu kenslustofur fyrir báða skólaria. Forstöðumað-
ur íþróttaskólans gæti kent leikfimi við héraðsskólanri,
og kenriarar við héraðsskólann gætu kent bókleg fræði
við íþróttaskólann eftir því sem tími og atvik leyfðu.
Slíkt sambýli væri báðum skólunum ávinningur á marg-
an hátt, og ekki sýnilegt tap að neinu leyti.
Skólatíminn þarf að vera eitt ár, ef vel ætti að vera.
Með því einu móti væri liægt að iðka allar þær iþrótt-
ir, sem stunda má á íslandi. Ef skólinn stæði að eins
að vetrinum til, félli að mestu eða öllu leyti niður
kensla í róðri, siglingum, knattspyrnu og sundæfingar
í köldu vatni. Ef að eins væri kent á sumrum vantaði
vetraríþróttirnar, skíða- og skautaferðir og allar teg-
undir af ísleikjum.
Mjög ósennilegt er að i framtiðinni reyndist erfitt
að fá 12 lærisveina á ári. M. a. þyrftu helst allir íþrótta-
kennarar við aðra íslenska skóla að nema á þessum
stað. fþróttaskólinn væri báborg íslenskrar líkams-
menningar. En auk þeirra, sem kæmu í skólann til að
nema þar í því skyni að gera sér íþróttanámið að at-
vinnu, myndu svo koma áhugasamir menn, bæði karl-
ar og konur, sem vildu unna sjálfum sér þeirrar ham-
ingju að eyða einu áx*i æfinnar við allskonar íþrótta-
iðkanir, sem hægt er að stunda í landinu. Og færi svo
að sóknin yrði of lítil að þessum skóla, þá væri það
eingöngu að kenna því, að æskan i landinu væri sofandi
um nokkurra ára bil. Andi ungmennafélagsskaparins
lægi þá blundandi. En slikt svefnmók varir aldrei lengi.
Æskunni er áskapað að vaka og óska eftir viðfangsefn-
um. Og engin viðfangsefni liæfa betur dugandi æsku-
mönnum en vinna og iþróttir.
Eg ber engan kvíðboga fyrir þvi að skólinn liefði ekki