Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1925, Side 14

Skinfaxi - 01.12.1925, Side 14
126 SIÍINFAXI um aðgerðir félaganna í þessu efni, og er hér með hvert félag beðið svo og næstkomandi héraðsþing, að taka þetta málefni til meðferðar. Guðm. J. frá Mosdal, sambandsritari. Sögulestur. Lengi mætti lialda áfram að telja dæmi um ævarandi gildi fslendingasagna. Aldrei verður það of vel brýnt fyrir æskulýð landsins, að þær eru ekki einungis fróð- legar, heldur líka mentandi og göfgandi. Öld eftir öld hefir alþjóð íslands dáðst að stjórnspeki Einars pveræings og porgeirs Ljósvetningagoða, er þeir héldu liinar frægu ræður sínar á Alþingi og allur þingheimur snerist til fylgdar við þá. Öld eftir öld hafa ættliðir landsins liugsað með helgri lotningu um liina miklu fórn Síðu-Halls, er hann vildi láta son sinn óbætt- an friðarins vegna, enda mat hinn ósátti þingheimur veglyndi Halls svo milcils, að Ljótur var bættur meira fé en dæmi voru til um nokkurn annan íslending. Eng- inn getur nokkuru sinni metið gagn það hið mikla, sem þjóðin hefir haft af því að geymdar eru sögur af af- burðamönnum liennar hinum fornu. Af svalalindum íslendingasagna hefir þjóðin drukkið ódáinsveigar, og getur gert það um langan aldur. peirra vegna hefir margur hlotið gæfu-gullið í heimahögum, sem brást honum síst. En því miður liafa líka margir stigið yfir lækinn til þess að sækja vatn. J?eir hafa ekki lesið ís- lendingasögur, en glefsað hrafl erlendra fræða. pegar rætt er um sögulestur og áhrif hans á uppeldi og menning, má síst gleyma þvi, sem nútíðin hefir framleitt í þeirri grein. Nútíðin stendur okkur næst,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.