Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1925, Side 16

Skinfaxi - 01.12.1925, Side 16
128 SKINFAXI hefir langaö til að láta til sin lieyra. pó geta þær verið sæmilega orðaðar, og sjaldan munu þær gefnar út fyrir gróðavon, síst þnrfa þær að vera ósannar eða siðspill- andi, vel má lesa þær þess vegna. Hitt er meinið, að þær eru ritaðar af þeim sem engin skáld eru, eða þær eru eftir höfunda, sem kalla má að séu enn á barnsaldri. Höfundarnir liafa að eins séð morgunroðann og fyrstu hélunætur æfinnar, því er þroski þeirra lílill og oftast miklu minni en þeir sjálfir halda. Gömlum mönnum og víðförlum finnast vegalengdirnar stuttar, sem þeir fóru í æsku kringum túnið sitt lieima, þó þeim fyndist smala- gatan furðu löng forðum daga, og voru hreyknir af því við félaga sína, sem þeir sáu af sjónarhæðum þeim, sem hjá lienni stóðu. Líkt mun þessu farið í andans heimi. Rithöfundar munu oft sjá of seint, að þeir höfðu litið að segja, þegar þeir byrjuðu á að gefa út sögur sínar og iðrast því eftir að hafa gert það, bæði vegna sín og þjóðarinnar, sem þeir vildu kenna. ]?eir sjá að fagrar og skáldlegar hugmyndir æskunnar voru illa mótaðar. Hugur skáldsins var óráðinn, hann var ekki vígður mannlifsins mikla eldi nema áð litlu leyti. þvi urðu áhrif sagnanna sem leifturljós, er kviknaði skyndi- lega, en hvarf von hráðar. þau gátu aldrei orðið ber- andi kraftur mikilsverðrar stefnu, og því síður refsi- vöndur óhollra þjóðlífsstrauma. þau eiga ekki skap- andi mátt. Yrkisefnin eru oftast nær einhæf, vanalega um ástir. prátt kennir þar meirlyndis um of, söguhetj- urnar sjá ekkert nema sína eigin sorg. pað er sem þær ætli að deyja af ástahrygð og vonbrigðavoli. ]?eim finst þær vera ólánsömustu verurnar á jörðu, og tala um til- finningar sínar af miklum f jálgleik. Enda hafa höfund- ar slíkra sagna hlotið þennan fræga dóm af einu höfuð- skáldi landsins: „peir leika sitt öfuga apaspil i uppgerðarluygð af ao vera til.“

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.