Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1925, Side 17

Skinfaxi - 01.12.1925, Side 17
SKINFAXI 129 Sögur þessar eru illa fallnar 1il þess að ala upp hrausta og stórhuga þjóð. pær geta ekki skapað sannar hetjur, sem aldrei kunna að hræðast, og mega heita ósigrandi vegna ofurmagns karlmensku sinnar. þ’ær láta illa i eyr- um þrekmanna, sem finst það skortur á manndómi að mæla æðruorð. þær Iiafa ekki verið lesnar yfir vöggu Rómverjans, sem rétti hendina i eldinn og stóð róleg- ur meðan hún hrann. þær hafa elcki verið kendar por- steini Siðu-Hallssyni. Hann kunni ekki að flýja þó fé- lagar hans rynnu. Hann átti sanníslenska, ógnandi ró svo mikla, að víkingnum, sem stóð yfir honum með hrugðinn brand, féllust hendur. pær hafa ekki liaft áhrif á luigsunarhátt þeirra, sem sungu á „Titanic“ meðan hún var að sökkva. pó munu flestir á eitt sáttir um að íslendingar hafi ekki verið afskiftir með öllu, þá er deilt var guðagáfu þein-i, sem skáldin ein hljóta. pví hafi hér verið rit- aðar sögur, sem kalla megi mikilsverðar, og ef til vill verði sumar þeirra ódauðlegar eins og Islendingasög- urnar fornu, því að á þeim sjáist snildarmerkið, sem fáir geta lýst til hlítar, þó flestir finni áhrif þess og heri lotningu fyrir því. Sögum þessum mun það sam- eiginlegt að snerta við helgustu strengjum mannlegs hugar á ýmsum öldum, þær eru ekki bundnar stund né stað, þær eru skuggsjá náttúrunnar og örlaga mann- lífsins. Fyrir því verða þær eitt af aðal efnum andlegr- ar fæðu íslenskrar alþýðu um langan aldur, gefa henni útsýn yfir mannheima, móta trú hennar og siðgæðis- hugmyndir fremur flestu öðru. Er því næsta mikils- vert að reyna að gera sér grein fyrir hverjar af kenn- ingum þeirra muni þjóðinni hollastar. Verður þá um tvær aðalstefnur að ræða. Önnur þeirra er um ljósið, en hin um skuggana. Má líkja þeim við yrkjendur, því báðir vinna að umbótum, báðir vilja rækta akurinn, en aðferðirnar eru ólikar. Annar leggur höfuðáliersluna á að eyða illgresinu, hann rífur það upp með rótum og

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.