Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1925, Page 18

Skinfaxi - 01.12.1925, Page 18
130 SIÍINFAXI hlífir hvergi, gerir hann það auðvitað til þess að hveilið þroskist betur. Hinn her sjaldan vopn að illgresinu, hann veit að þegar það er rifið upp, fer altaf nokkuð af hveit- inu með, honum finsl það mest um vert að góðgresið njóti sem best ljóss og yls og trúir því að þá muni illgresið kafna af sjálfu sér. Síst er það furða, þó beiskja og kaldhæðni fylli hug skáldanna, cr þau horfa á öfugstreymi lífsins, enda hera margar af sögum þeirra vitni um að svo er. ]?að mun ekki of mælt, þó sagt sé að mikill meiri hluti nú- tiðar skáldsagna okkar séu ádeilurit. En er þetta þjóð- inni holt uppeldi? Ólíldegt er að það veki þroska og göfgi æskunnar, að horfa á skáld sín þeysa á éljafák- unum um val þeirra, sem virðast hafa dregið núll í hlutaveltu lífsins. pess munu lika dæmi að vondir versn- uðu en hötnuðu ekki þegar lirópað var á hefnd yfir þá, bölvunarskýin drógust saman yfir höfðum þeirra og hyrgðu útsýni hins hetra manns, sem í þeim hjó, og ekki er líklegt að framsóknarþrá og fagrar sigurvonir vaxi af því að hlusta á skáldlegar og sannfærandi sögur um sigur níðinganna en hrakfarir og hörmungar þeirra sem besl vildu. Hollari mun flestum lestur þeirra sagna, sem eí'la Ijósþrána og trúna á það, að þrátl fyrir allar ósanngjarnar krókaleiðir, sem eru og hljóta að verða á þroskaleið mannanna, þá rnegi þó öllu bjarga, enda verði það gert. Mjög virðist það styðja þessa skoðun, að bjartsýni skálda hefir oft aukist mcð aldrei þcirra og þroska, svo hefir það t. d. reynst um eitt af höfuðskáldum okkar, Einar H. Kvaran. pá er hann var ungt skáld samdi hann ádeilusögur svo sem kunnugt er. Ein þeirra heit- ir „Góð hoð“. Hún getur þess, að drottinn þurfti eitt sinn á mannssál að halda. Snart við henni með veldis- sprota sínum og sendi hana til mannheima, eri sálin kunni illa vistinni á jörðu, og hað alvaldið um að fá að sofna aftur. pá tók drottinn að bjóða henni ýms af lífs-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.