Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1925, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1925, Blaðsíða 24
136 SKINFAXI var greiðasala, þar borðuðum við nesti okkar og keypl- um öl með. Svo héldum við beint niður að ströndinni á utan- verðum skaganum. Lá leið okkar þangað eftir bröttum, mjóum smástigum. Komum við þar niður í vik eina, þar sem fólk var að baða sig. Okkur langaði til að baða okkur, cn vantaði baðföt. Klifruðum við því þar upp á næsta klett, og komum ]?ar niður í bás, sem okk- ur virtist ágætur baðstaður, undir þessum kringum- stæðum. pav var því tekið bað. Bás þessi var all ein- kennilegur og voru margar lyngtegundir í brekkunni fyrir ofan bann og fjallablóm i klettunum. T. d. fann eg þar aðalbláberjalyng með berjum og krækilyng, cn engin krækiber. Ýms íslensk blóm sá eg þar, og yfir- leitt minti þessi skagi mig miklu ineira á Island licld- ur en Danmörk gerir. Úr þessum bás héldum við svo söniu leið aftur og út á ysta odda skagans. Er þar fallegur viti. Hitinn var sá sami og leið okkur því ekki vel. Dvöldumst við þar nokkra stund og virtum fyrir okkur útsýnið. Sást það- an norður yfir Skjaldarvíkina óg Hallandsásinn. Síðan var haldið í áttina til skipsins. Borðuðum við á sama sta'ð og fyr um daginn. paðan fórum við svo niður að suðurströndinni og komum þar i vik eina, sem var bað- staður. Voru þar margir í baði. Dvöldum við þar nokk- urn tíma og vorum að horfa á bversu góðir sundmenn Svíar eru, og syntu þeir margir vel. Alt fólk, sem við sáum þar, var dökkbrúnt á hörund, — bar það vott um, að þetta væri ekki i fyrsta skifti, sem það hefði bað- að sig á sumrinu. — Stigum við svo á skip aftur kl. 7 síð- degis, eftir 7 kl.stunda dvöl i Svíþjóð. Var svo haldið heim á leið. Fjöldi fólks stóð eftir á brýggjunni og veif- aði okkur og við því á móti svo lengi sem það sást. Skipið klauf létlilega smágerðu öldurnar inn Eyrar- sundið. Ljósaraðirnar blöstu við á báðar hendur og gerðu ströndina svo æfintýralega. Við stóðum uppi á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.