Skinfaxi - 01.12.1925, Síða 29
SKINFAXI
141
dóm fólks en velunnin störf, þó liafa þau best áhrif á
unglingana. Ekkert getur gefið þeim sanna heilbrigði
nema þau, enda liafa Bandaríkjamenn séð góðan ávöxt
af starfsemi vinnuflokka sinna, telja þeir að mjög liafi
Iiún aukið ábuga æskulýðsins fyrir landbúnaði og valc-
ið ást hans til heimilis og átthaga. ]?ví hafa vinnuflokk-
arnir blotið ríflegan styrk af almannafé, og notið lika
mikils stuðnings frá stóreigna mönnum þar í landi.
Einn af mestu auðmönnum Yesturheims hefir gefið
stórfé til þess að viðfrægja starfsemi vinnuflokkanna
í öðrum löndum. Sendiboðar Bandaríkja liafa ferðast
viða um Norðurálfu, lika til Norðurlanda, enda eru
ungmennafélög og búnaðarfélög Norðmanna og Svia
tekin að nota fyrirmyndina að vestan og þykjast góðu
bætt. Eiga þau binar bestu vonir um framtíð vinnu-
flckka sinna.
Allmiklar umræður urðu um erindi Metúsalems
Stefánssonar á búnaðarnámsskeiðinu, þótti öllum sem
var, að liér væri um hið merkilegasta mál að ræða og
vildu að það yrði athugað ítarlega. 5 manna nefnd var
skipuð í málið, bar hún fram tillögu sína i lok nám-
skeiðsins, var tillagan samþykt breytingalaust og er
á þessa leið:
„Fundurinn skorar á stjórn Búnaðarfélags íslands,
að taka að sér forgöngu um það, að hér á landi verði
stofnað til félagsskapar og starfsemi eftir fyrirmynd
ungmenna-„klúbbanna“ amerísku, með því að skipa
3ja til 5 manna nefnd til þess að leggja grundvöllinn
fyrir slikan félagsskap og tryggja framtíð hans. Ætl-
ast nefndin til, að félagsstjórnin og nefndin leiti að-
stoðar og samvinnu stjórnarvalda Samb. ungmenna-
fél. íslands, Heimilisiðnaðarfélagsins og kvenfélaganna,
svo og annara félaga og stofnana, er vænta mætti stuðn-
ings af, lil þess að koma málinu fram og tryggja fram-
tíð þess.“
Vcnandi verður hér ekki látið lenda við orðin tóm.