Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1928, Page 6

Skinfaxi - 01.01.1928, Page 6
6 SKINFAXI Örnefnaskrár. pegar örnefnum er safnað, skal styðjast við lands- uppdrátt alstaðar þar sem þvi verður við komið, og er það auðvelt þar sem uppdrættir herforingjaráðsins ná til. Skal þá afmarka á uppdrættinum svæði það, sem örnefnin eru á, og skifta þvi í mjóa, aflanga reiti með jafnhliða línuin frá norðri til suðurs. Síðan er samin skrá yfir örnefnin, og byrjar liún á því örnefni, sem liggur norðvestast (efst til vinstri á uppdrættinum). pað fær töluna 1, og er hún mörkuð á sinn stað á upp- dráttinn; næsta örnefni fyrir sunnan í sama reit fær töluna 2 o. s. fi’v., reitinn á enda. Fái t. d.syðsta (neðsta) örnefnið í þessum reit töluna 17, fær nyrsta (efsta) örnefnið í næsta reit töluna 18 o. s. frv. par sem ör- nefni eru svo mörg á litlu svæði, að tölurnar komast ekki fyrir á uppdrættinum, þarf ekki að skrifa þær allar, heldur t. d. 5. hverja. Ilver maður veit þá, að t. d. örnefnin, sem hafa tölurnar 11, 12, 13, 14, liggja í röð frá norðri til suðurs milli þeirra punkta á uppdrættin- um, sem merktir eru með 10 og 15. Allar atbugasemdir og skýringai’, sem gera þarf við örnefni, svo sem um mismunandi myndir þess, upp- runa, sögur sem við það eru lengdar o. s. frv., skal setja á eftir skránni og merkja með tölu þess örnefn- is, sem við er átt. „Um l.“ „Um 5.“ o. s. frv. Skrá þessi er svo ljós og auðskilin að hver, sem vill safna örnefnum, hlýtur að geta notað hana. Verður því ástæðulaust að bera því lengur við að menn kunni ekld tök á verkinu. Uppdrátlur herforingjaráðsins er svo víðtækur, að ærið verkefni mun það að safna örnefnum þar, sem hann nær til, þó ekki yrði i meira ráðist að svo stöddu. Vera kann að margir geri ráð fyrir að skemtana- lítið sé, að tína saman örnefni, afmarka afstöðu þeirra á korti og tölusetja þau, en það mun fara um þetta

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.