Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 12
12
SKINFAXl
meðmæli me'ð liverjum manni, ef hann er ungmennafé-
lagi, þvi að þá sé talið vist, að hann sé drengur góður.
Jóhannes Ólafsson.
19x8 — 1930 — 1943.
1.
Unga kynslóðin á íslandi er gæfusöm kynslóð. prjú
ártöl marka fremur öllu öðru skeið hennar. Árin 1918,
1930 og 1943, er keðja örlagarikra ára. Aldrei hafa
aldirnar fært jafnörlagaþrungin ár upp i hendurnar á
neinni íslenskri kynslóð. ]7ess vegna er unga kynslóðin
gæfusöm, að undir lienni er komið, hvort ár þessi
munu standa gullnu letri í sögu þjóðarinnar eða eigi.
pað er beinlínis köllun hinnar ungu kynslóðar, að
gera ár þessi söguleg af heillaríkum viðburðum.
En hregðist unga kynslóðin köllun sinni, marki
hún ekki gifturíkt. l'ramfaraspor i íslensku þjóðlifi, láti
hun staðar numið eins og nú er komið málum íslands,
væri betur að hún væri óborin, því þá munu ókomnar
kynslóðir hrópa: vei yfir kynslóðina sem seldi tæki-
færin úr hendi sér og svaf er liún átti að vaka.
Augu óhorinna kynslóða, sem byggja munu land þetla
á ókomnum öldum, horfa því á yður, ungmenni ís-
lands, því undir vður er komið hvort árin 1918, 1930,
1943 þýða samfelda keðju gifturíkra stjórnmálavið-
burða, sem stig frá stigi leiða land vort i fult frelsi
svo sem það var fyrir árið 1262.
II.
Árið 1918, 1930 og 1943 þýða lortið, nútíð og lram-
tið.