Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1928, Síða 4

Skinfaxi - 01.09.1928, Síða 4
68 SKINFAXI öðru bygðu bóli. Það er þes?i litur, sem umvefur okkur altaf í einhverjum litbrigða sinna. Þegar Fjallkonan öll, að vetrinum, skautar fannafaldi sínum er umgjörð henn- ar, haf og himinn, í öllum þeini óteljandi blæbrigðum dags og nætur, morgun og kvölds. — Blái liturinn er tákn bróðernisins, — bræðralagsins, og þótt listamenn- irnir teiji hann til hinna köldu lita, má það vel, því eðli okkar íslendinga er ekki æsingakent í augnablikshrifn- ingu, heldur rólegt og yíirvegandi, getur verið alt að því kalt, uin leið og það er traust og vinfast, og telja sumir það sérstaklega einkenni Vestlendinganna. Þessi bláa umgjörð merkisins sómir sér vel og sömuleiðis gyltu brúnirnar, sem mér fynst að mint geti á, eða verið endurskin þess er röðullinn gullbryddir hauður, haf og himinn. Svo er þá að siðustu kjarninn, sem alt merkið er eins og ofið utanum: Stafirnir U. M. F. í. Þeir sýna hvaða merki þetta er, þeir sýna hvaða menn bera það og þeir sýna þeim sem bera það, hvað þeini ber að gera. Stafirnir standa skýrt afmarkaðir á mjallhreinum fletinum með lit sólarinnar og gullsins; sólarinnar, lífmóður alls jarðlífsins, sem elur það og nærir og gullsins, eina málms- ins, sem ekki feliur á, og ekkert vinnur á nema nátt- úrlegt slit. Stafirnir minna okkur því glöggt á eitt- hvað, sem rita ber stöfum lifandi ljóss á sálarspjöld sakleysingjanna, og að safna okkur fjársjóðum, sem æðri eru og betri en alt annað og mölur og rið fær aldrei grandað, — gulli andans. „Lítið lagar og litið bagar“, segir gamalt máltæki. Það getur naumast talist stór viðburður í sögu okkar, að hafa eignast merki þetta, en eg bæði trúi því, vona og veit, að því megi skipa á þá vogarskálina, sem gagn gerir, en það er nndir okkur sjálfum komið, hve mikið það verður. Eg vildi að þið gætuð skilið, kæru félagar mínir, hvers virði merkið getur verið okkur, hver sæmd er að bera það, og hver vandi fylgir vegsemd þeirri. Eg

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.