Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1928, Side 5

Skinfaxi - 01.09.1928, Side 5
ÖKINFAXI 69 treysti ykkur til að iæra þaö, þó ínig skorti ínargt til að geta kent það. Fegar eg gekk um herbergi Jóns Sigurðssonar á fornminjasafninu í Rvik, og skoðaði húsgögn hans, skrif- borðið og stólinn, sem hann hafði svo oft setið í, og handlék pennastöngina hans, sem vel má kalla vopn, sem hann hafði í áratugi beitt í baráttunni fyrir dýrmæt- ustu eign okkar, þjóðfrelsinu, þá fanst mér, — þó ekki væri annað en venjuleg pennastöng, — að eg væri ekki maður til að valda því vopni, en jafnframt hljóm- uðu í sál minni með miklu afli þessi visuorð enska skáldsins Longfellows: „Aliir miklir menn oss sýna, að manndómstign er unt að ná og eiga þegar árin dvína eftir spor við tímans sjá“. Það eru þessi spor mikilmennanna, sem altaf kalla á öll óspilt öfl ungu mannanna i þjónustu einhvers góðs málefnis. — Það skal vera okkur öllum gleði, að inerkið okkar hefir vigt verið minningu landsins mesta manns. Það skal vera okkur öflug hvöt til menningar og manndáða að bera það, en jafnframt vörn gegn allri vesalmensku og heigulshætti. Munutn, að það þarf mannlund og megin til þess að bera merki, sem helgað er minningu hans, sem var sómi íslands sverð og skjöldur. Guð gefi okkur vilja, mátt og vísdóm til þess að bera merkið okkar með sæmd. Bj. Guömundsson. Ath. Grein þessi var upphaflega rituð í utnferðabók U. M. F. V., en eftir ósk nokkurra félagsbræðra birtist hún hér. B. G.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.