Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.09.1928, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.09.1928, Qupperneq 8
*72 SKINFAXI Okkur hefir til hugar komið, að U. M. F. efni til skrúðgöngu á Þingvöllum, á þann hátt, að í broddi fylkingar sé borinn ísler.ski fáninn og eftir honum gangi lúðrasveit. Þá komi U. M. F. hvers fjórðungs í sérstök- um fylkingum, og sé hver fylking fjórsett. Fyrir hverri fylkingu sé borinn fáni með landvætti viðkomandi fjórð- ungs. En í skrúðgöngunni allri séu aðeins karlar og konur í þjóðbúningum. Með því einu móti getur skrúð- gangan orðið fögur og tilkomumikil. Eitt aðalatriðið í stefnuskrá ungmennafélaga er að vernda og endurreisa alt það, sem þjóðlegt er, og get- ur orðið til að efla og auka þjóðerniskend vora. Á fyrsta sambandsþingi U. M. F. í. var það sam- þykt, að taka upp aftur hinn forna þjóðbúning karla (litklæðin), og var þá send áskorun til allra ungmenna- félaga, sem í Sambandinu voru, um að gangast fyrir framgangi þessa máls. Tuttugu árum seinna var þetta aftur samþykt, og ítrekaðar áskoranirnar að þessu máli yrði hrundið í framkvæmd fyrir 1930. Það kann að vera gott að gjöra slíkar samþyktir á tuttugu ára fresti, en þó myndi það engu síður sanna áhuga ungmennafélaga fyrir aðalstefnumálum sínum út á við, ef þeir tækju fastari tökum á samþyktuin sínum. Til þess að skrúðgangan geti farið sæmilega úr hendi, og orðið U. M. F. í. til gagns og sóma þarf almenna þátttöku ungmennafélaga, svo mikla, að úr hverjum fjórðungi komi minst þrjú hundruð manna. En ef þetta á að takast, má ekki undir höfuð leggjast að hefjast handa nú þegar og sína það nú, að ung- mennaféiagar láta ekki sitja við orðin tóin. Ungmennafélagar! Gætið þess, að ekki er nema rúmt ár til stefnu. Reykjavík 16. september 1928. Þórsteinn Bjarnason. Tryggvi Magnússon.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.