Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1928, Side 11

Skinfaxi - 01.09.1928, Side 11
SKINFAXI 75 foringi Færeyinga, kóngsbóndi I Kirkjubæ — til Færeyja, H. A. Djuurhus skáld og kona hans Petra Djuurhus frá Færeyjum og Benidikt Sveinsson Alþingisforseti, er var boðinn með í förina, sem heiðursgestur frá Björgvin til Reykjavíkur. Ferðalagi þessu var þannig háttað að heimsókt voru eylönd þau í norðurhöfum er numin voru af Norðmönn- um á landnámstíð eða Norðmenn bygðu, ellegar höfðu yfir að ráða. Var því haldið hina sömu leið austan um hafið, sem forfeður tíðkuðu: Frá Björgvin í Noregi tit Ornkeyja, þaðan til Hjaltlands, þá til Færeyja og svo hingað til íslands. Var ferðamönnum hvarvetna vel fagnað eins og vera bar. Það þykir undravert hve mikið lifir enn af norrænni tungu í Vesturhafseyjum bæði í heitum og örnefnum og jafnvel talmáli, (svo og einnig í háttum og fram- göngu). — brátt fyrir yfirráð Bretanna. Sögustaðir, sern tilvarð náð, voru séðnir. Guðsþjónusta var haldin í hinni fornu og forkunnar merkilegu norsku dómkirkju í Kirkju- vági (Kirkwald) á Orkneyjum, sem kend er við Magnús helga Ornkeyjajarl. Var prédikað bæði á norsku og engelsku. Biskupinn Pétur Hognested tataði á norsku landsmáli. En norsk messa hefir ekki verið flutt þar í kirkjunni í mörg hundruð ár. í Færeyjurn bauð Jóannes kóngsbóndi Paturson öll- unt ferðamanna flokknum heim til sín að Kirkjubæ. Þar varð meðal annars séð hin forna „Sverrisstofa11, sem er sögulega merkileg og jafnframt eitt hið allra elsta bæjarhús, sent til er á Norðurlöndum. Og svo hin gamla og hálfbygða færeyska dómkirkja. Fyrsti viðkoinustaðurinn hér við land var Vestmanna- eyjar. Kom Mira þangað föstudaginn 20. júlí að kvöldi dags. Ungmennafélag Vestmantiaeyja tók þar á móti gest- unum, fór á móti þeim á haf út og hélt þeim samkonnt í Þórisdal ásaint bæjarsljórn. 'íil Reykjavíkur kom Mira á laugardaginn árdegis.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.