Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1928, Page 12

Skinfaxi - 01.09.1928, Page 12
“76 SKINFAXl Ungmennafélagið Velvakandi gekst þar aðallega fyrir móttökum og sá um alla tilhögun. Dvöldu Norrönafé- lagar í Reykjavík og nærlendi þann dag og tvo næstu daga. Boðaði Umf. Velvakandi til almenns mannfundar, á sunnudaginn, meður gestunum. Voru þar tölur fiuttar Af Norðmanna hálfu töluðu: Torleiv Hannaas prófessor, Lars Eskeland og Massige dýralæknir, Djuurhus skáld flutti kvæði á færeysku og kveðju frá Færeyjum. Af heimamönnum töluðu: Helgi Valtýsson og Benidikt Sveins- son. Fiðluleikarinn Per Berge frá Voss lék norsk þjóð- lög á Hardangerfiðlu, karlakór K. F. U. M. hafði sam- söng, dansaðir voru þjóðdansar bæði norskir og islensk- ir o. s. frv. Auk þess að skoða listasafn Einars Jóns- sonar frá Galtarfelli, og þjóðsöfniti í Reykjavík, — og fleira er umvert þótti — var og farið í tvö ferðalög: Fyrst var farið til Þingvalla. Flutti Benidikt Sveinsson alþingisforseti þar erindi um stofnun Alþingis og tilhög- un. Önnur ferðin var gerð alla leið austur að Hlíðar- enda í Fljótshlíð. Er svo sagt af þeim sem rneð voru í förinni að vel flestir ferðamenn eða allir gengu í bæinn, til þess að hafa verið inni að Hlíðarenda, og flestir fengu með sér steina eða grös til minja um staðinn og Hllðina. hað er kunnugt orðtæki hvarvetna í Noregi, sem Gunnar kvað forðum: „Fögur er hlíðin". En þó þótti þeim ferðamönnuin „sjón sögu ríkari". Á heimleið- inni til Reykjavíkur var komið í Þrastaskóg — land ung- mennafélaganna þar veitti bæjarstjórn Reykjavíkur gestunum kvöldverð. Voru þar ræðuhöld tnikil og tnargs- konar fagnaöur. Enn var stjaldrað við á heimleiðinni hjá hvernum Grílu og beöið þess að hún gysi. Á meðan liióðu Norrönafélagar vörðu er síðan var vígð úrGrilu- vatni og kölluð „Norröna11. Fæstir höfðu ferðamenn séð hveragos fyr, þótti flestum það furðulegt. Fyltu margir ferðapela sína og geyma nú í þeim Gríluvatnið (úti í Noregi) eins og eitthvert undralyf. Liðið var langt yfir miðnætti er komið var til Reykjavíkur og var þá haldið beina leið tii skipsins.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.