Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.09.1928, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.09.1928, Qupperneq 13
SKINFAXI 77 Til ísafjarðar kom Mira á þriðjndaginn (24. júlí) um miðaftan. Ungmennafélagið Arvakur efndi til samkvæmis meður gestunum. Einstöku ungmennafélagar voru einnig komnir að, úr fjarlægum félögum, og enn var boðið með nokkrum bæjarbúum utanfélags. Ræður voru þar fluttar. Af hálfu þeirra ferðamanna töluðu: Torleiv Hannaas prófessor, Hákon Hoch-Nilsen, Eirík Hirth og Lars Eskeland. Úr hópi heimamanna töluðu: Guðmundur frá Mosdal, Björn frá Núpi, Oddur Gislason bæjarfógeti, J. S. Edwald konsull, Guðmundur skáld Hagalín, Snorri Sigfússon og Hannibal Valdimarsson. Sungnir voru hinir norsku landsmálssöngvar: „Millum bakkar og bjerg“ og „Gud signe vort dyra fedraland". Fyrir vingjarnlegan tilstyrk Jónasar Tómassonar tón- skálds og söngsveitar hans, var smásamsöngur i sam- bandi við fagnaðinn, og hefir söngur sá verið mjög dáður af ferðafólkinu siðar. — Per Berge fiðluleikari spilaði tvö norsk þjóðlög (Vossaslætti) á Hardangerfiðl- una, sem er gömul norsk fiðlugerð — og kostuglegt hljóðfæri. Var þá liðið nokkuð framyfir þann tíma er Miru var ætlaður til brottferðar. Fylgdu bæjarbúar gestunum fjöl- mennir til bryggju og var þá enn sungið. Miru söng- sveit söng þá „Ó Guð vors lands“ og svo „Yderts mod Norden“, á landi voru og sungin bæði norsk ljóð og íslensk. Hélt Mira frá ísafirði stundu fyrir miðnætti. Til Akureyrar kom svo Mira á miðvikudaginn. Ung- mennafélag Akureyrar gekst þar fyrir öllum móttökum. Voru ferðamönnunum fengnir bæði hestar og bifreiðar til ferðalaga um nágrennið. Um kvöldið hafði ungmenna- félagið samkomu fyrir gestina og var nokkrum utan- félagsmönnum boðið. Skyr var þar á borðum. Ræðu- höld mikil af hvortveggja hálfu, söngvar og ýmiskonar gleðskapur. Til Seyðisfjarðar kom Mira síðia á fimtudaginn. Kvenfélagið hafði þar móttökur og efndi til samkomu. Var undirbúningur þar skemstur því ekki hafði frést

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.