Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1928, Side 15

Skinfaxi - 01.09.1928, Side 15
SKINFAXI 79 „Ingen nordmann kann nærtna sig Island utan aa kjenna sig paa heilag grunn." — — „Det var reint vedkjömelegt aa skiljast med disse gilde folkt,'1. Guðmundur Jónsson frá Mosdal. Frá félögum og félagsvegum. Kristján Karlsson sambandsstjóri Ungmennafélaga íslands fluttist til Reykjavíkur í s. 1. júnímánuði. Er hann orðinn bankastjóri í íslatidsbanka í Reykjavík. Skinfaxi óskar sambandsstjóranum til heilla með stöðuna, — og minnir jafnfarmt á að nú gefst ungmennafélögum kostur á að geta fundið sambandsstjórann er þeir eiga ferð til Reykjavíkur. Hann á heitna á Holtsgötu 7 B. Sigurður Greipsson sambandsgjaldkeri heldur íþrótta- skóla sinn I Haukadal i vetur eins og s. 1. Satnkv. aug- lýsingu á öðrum stað hér í blaðinu eru ýrnsar náms- greinar aðrar, sem nytsamlegt er fyrir unglinga að nema, einnig kendar í skólunum. Staðurinn er forn- kunnur. — Ekki er heldur litill kostur að geta laugað sig og svamlað í heitu vatni, og ornað sér við hvera- hita ailan veturinn. Er það fýsilegt fyrir tápdrengi að komast í skólann til Sigurðar. Helgi Valtýsson heldur námsskeið i Vikivökum (ís- lenskum þjóðdönsutn) í Reykjavík á vegutn sambands ungm.fél. íslands. Stendur það yfir næstkomandi nóv- embermánuð. Var öllurn ungmennfélögum i sambandinu send bréf um þessa ákvörðun í september. Vonandi er að aðsókn verði ærin að þessu námsskeiði. Gunnlaugur Björnsson hefir (eins og getið er í inn- gangi blaðsins) gerst kennari við Hólaskóla. Skinfaxa er skylt að óska honum góðs gengis við þann starfa. Hefir hann lofað að láta Skinfaxa til sin heyra.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.