Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1929, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.09.1929, Blaðsíða 11
SKINPAXÍ 75 þar forgöngu til framkvæmda eins og t. d. meö Lauga- skóla Suöur-Þingeyinga. Enda eru lýðskólarnir og ung- mennafjelögin svo nátengd, að segja má að þau sjeu eitt í hugsjón og ætlunarverki. Það mun því óhætt mega gera ráð fyrir því, að nemendur lýðskólanna verði áhrifamenn og leiðtogar ungmennafjelaganna, hver í sinni sveit, en þess má og vænta, að hin leiðbeinandi og hvetjandi áhrif forvígismanna lýðskólanna, skóla- stjóra og kennara, nái einnig út til ungmennafjelaganna alment. Sýnilegt tákn í þá átt er hin nýja söngbók „Harpa“, er skólastjóri Laugaskóla og fleiri með honum hafa safnað til. Að vísu var til íslensk söngbók, en hún var næsta einhæf að vaii og í ýmsu fleiru ábótavant, og hin svo nefndu Skólaljóð eru meira sem kynningarbók íslenskra ljóða, en sem söngbók. — Og það er víst, að ekkert er eins mikið undirstöðuatriði fyrir fjelagsstarfið, eins og söngur á fundum. Því tniður hefir víðast, þar sem jeg þekki til, verið látið nægja að syngja eitt eða tvö erindi af kvæði við fundarsetningu og fundarslit, meðfram fyrir það, að sumir hafa ekki kunnað meira og menn hafa ekki haft kvæðin við hendina. En það er ekki nóg. Við byrjun funda og fundaslit ætti að syngja heil kvæði og oft fieira en eitt, því engin öfl eru til, sem eins vekja andlega samúð og hrifningu eins og söngur. Það er því áreiðaniega að byrja á byrjuninni, að það fyrsta, sem lýðskóiastjóri sendir frá sjer og nær til allra, eru valin íslensk söngljóð. Bókin byrjar á rúmum 70 fegurstu sálmum vorum, siðan koma ættjarðarkvæði, þá minningarkvæði og islenskrar náttúru og síðast íslensk þjóðkvæði. Lagboða eða Iagsmíða er getið við hvert kvæði. Ungmennafjeiögum er góður fengur að bók þessari, og ættu þeir ekki að láta undir höfuð leggjast, að fá Sjer hana og hafa með sjer á fundi. Hún er lika tiltölu- lega ódýrust allra islenskra ljóðabóka, sem nú eru á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.