Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1929, Síða 4

Skinfaxi - 01.12.1929, Síða 4
1 í 6 SKINFAXÍ máttur samtakanna er bersýnilegur. Þar sem fjöldinn er samansafnaður þar er, meiri eða minni, styrkur. En hjer kemur til greina önnur engu síður merkileg staðreynd, sem nú um tíma virðist hafa verið altof lítið yfirveguð: Samansöfnun fjöldans verður því aðelns fylli- lega nytsöm, að hver einstaklingur sje á tilætluðum stað: — uppfylla sitt ætlunarverk. Þetta má engu síður rökstyðja með dæmum frá náttúrunnar hálfu: Hvar sem eitthvað fellur úr, kemur skaði í ljós: Blásíst ínoldkornin burtu, eyðist jarðlagið smámsaman, skrælni nokkur korn- öxin upp, rírnar ávöxtur akursins. Jafnvel hárin á höfðum inannanna sjálfra, sem stundunt taka upp á þvi að tínast burtu, kannske eitt og eitt í einu, skilja að síðustu skall- ann allsberann effir. Hjer á landi hafa og risiö upp ínörg fjelög, sem heill hafa skapað. Vil jeg aðeins minnast á ungmennafjelögin í þessu sambandi. Þau eru þjóðræknasti fjelagsskapurinn og um leið I eðli sínu þjóðþarfasti. Þau eru og útbreidd- ust víðsvegar um land, og eiga því góða aöstöðu. í all- an fjelagsskap gengur nú maigt manna. Ungmennafje- lögin eru og allfjölmenn — og sem betur fer, er þar fjölmargt fólk, sem er óbrygðult hugsjónuin sínum sem ávalt er reiðubúið til að uppfylla fjelagsskaparins og sitt eigið ætlunarverk. — En því miður fá ungmenna- fjelögin einnig að kenna á þeim launalega og skaðlega ólestri nútímans — að sumt manna og það ekki svo fátt — er aðeins til þess að sýnast, bæði í fjelagsskap og öðru. Og „eru helst alstaðar nema þar sem þeir eiga að vera“, eins og einn heimskunnur franskur prjedikari hefir orðað það. Ætlunarverk fjelagsskaparins kann þeiin að sýnast göfugt og mikilsvert, ef þeir þá nokkurti tíma hafa reynt að ihuga það. Hitt, að þeir sjeu hluti úr þessari sömu heild og gætu npkkru ráðið um heill hennar því skifta þeir sjer ekkert af. Öllum slikum skyldum hafa þeir vitandi eða óafvitandi velt af sjer yfir á heildarinnar herðar og þykjast þá vel hafa' fyrir sjeð. Þeir líkjast sand- kornunum, sem „steypiregn ög vatnsílóð“ geta'sko'lað f allar áttir, og aldrei ei unt að byggjameitt áí

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.