Skinfaxi - 01.12.1929, Blaðsíða 8
120
SKINFAXJ
(1920-1921) komn út undir nafni Ólafs^en svo hvarf hann
frá. Dróst þá nokkuð úíkoman. En mestan hluta þess
árgangs var Helgi Valtýsson ritstjórinn. Þrettándi árg.
(1922) kom út undir nafni Sambandsstjórnar U. M. F. í.
eingöngu, en enginn hjet þá ritstjóri nje ritstjórn, einkum
voru það þó Quðm. Daviðsson og Quðm. frá Brennu,
sem að btaðinu unnu. (Magnús Stefánsson mun mest
hafa annast afgreiðslu). Fjórtándi og fimtándi árg.
(1923 og 1924) komu út með ritstjórn Gunnlaugs Björns-
sonar, sem þá var orðinn starfsmaður Sambandsins.
Sextándi árg. (1925) hafði þá breytingu í för með sjer,
að Skinfaxi var sniðinn i timaritsform, kom út i ársfjórð-
ungsheftum I stað þess að hafa áður verið mánaðarblað.
Sá árgangur. Seytjándi og átjándi árg. komu báðir út
undir ritstjórn Gunnlaugs. Nýtjándi árg. kom og hálfur
út á sama hátt. Gunnlaugur ijet þá af ritstjórninni um
vorið. Utgáfa Skinfaxa var þá flutt til ísafjarðar, og
ritstjórn ‘tók að sjer Björn Guðmundsson að Núpi.
Tuttugasti árgangurinn (1929) sá sem nú er að enda,
hefir einnig verið gefinn út hjer á ísafirði, og Björn
verið ritstjórinn. Eru hjer með nefnd nöfn þeirra manna,
er mest hafa stjórnað Skinfaxa og lagt honum til það
Ijósgjafaefni er hann hefir siðan flutt þeim, sem til hefir
náðst. — Vert hefði verið að geta nánar þessara manna
Og starf8emi þeirra i þágu blaðsins, en það yröi of
langt mál. Fyrir hönd Sambandsstjórnarinnar og allra
ungmennafjelaga er Skinfaxa hafa notið um lengra eða
skemra bil, flytur hann hjer með þakkir, til þeirra
mörgu góðu manna er hjer hafa nefndir verið, og allra
er hafa lagt honum liö, þó ekki sje unt að nafngreina.
Guðm. frá Mosdal.